en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1508

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif blandaðrar þjálfunar á mismunandi heilsufarsþætti hjá eldri aldurshópum
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Öldrun er fyrirbæri sem allir þurfa að takast á við seinni part ævinnar. Margar líkamlegar breytingar fylgja öldrun og ýmsir sjúkdómar geta fylgt henni. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á líkamsrækt fyrir aldraða hafa sýnt að ávinningur þjálfunar getur verið mikill.
  Markmið okkar rannsóknar var að kanna áhrif blandaðrar þjálfunar á mismunandi heilsufarsþætti eldri aldurshópa.
  Þátttakendur í rannsókninni voru einstaklingar 55 ára og eldri (n = 23) af báðum kynjum. Rannsóknin og námskeiðið voru auglýst í hverfamiðstöð Háaleitis og Laugardals en þó var þátttaka opin öllum sem voru 50 ára eða eldri, óháð búsetu. Rannsóknartímabilið var frá lokum september 2007 til loka desember 2007, samtals 12 vikur.
  Mælingar fóru fram fyrir og eftir 12 vikna tímabilið. Fyrst var mældur blóðþrýstingur og hvíldarpúls. Næst voru gerðar mælingar á hæð-, þyngd, mittis- og mjaðmaummáli til að finna út líkamsþyngdarstuðul (LÞS) og mittis- og mjaðmamálshlutfall (MMS). Næsta mæling var hreyfifærniprófið SPPB sem skiptist í jafnvægispróf, uppstöðu úr stól og 8 feta göngu. Síðasta líkamlega mælingin var 6 mínútna göngupróf, í lok þess var mældur púls og aftur einni mínútu síðar. Í lokin var spurningalistinn Heilstutengd Lífsgæði lagður fyrir þátttakendur. Meðan á rannsóknartímabilinu stóð var þátttakendum gert að halda æfingadagbók bæði um skipulögðu æfingarnar sem og hreyfingu í frítíma. Eftir rannsóknartímabilið var lagður fyrir spurningalisti um æfingar og þátttöku.
  Helstu niðurstöður voru þær að þátttakendur sváfu verr að þjálfunartímartímabilinu loknu (p=0,027). Aðrir þættir HL-prófsins sem voru nálægt marktækri breytingu voru afturför í samskiptum (p=0,079) og minni kvíði (p=0,059). Í 6 mínútna gönguprófinu kom í ljós vísbending um bætingu á gönguvegalengd á þjálfunartímabilinu.
  Marktæk jákvæð fylgni var með mætingu í styrktarþjálfun og hárri stigagjöf á einbeitningar-, depurðar-, þrek-, kvíða- og líðanarhluta HL-prófsins, ásamt heildarstigagjöf prófsins í seinni mælingu. Þetta sýnir að þeir sem mættu best skoruðu hæst á HL-prófinu eftir rannsóknartímabilið.
  Lykilorð: Þjálfun aldraðra, Eldri aldurshópar.

Description: 
 • Description is in Icelandic Íþróttabraut
Accepted: 
 • Jun 27, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1508


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kápa.pdf36.94 kBLockedKápaPDF
Áhrif blandaðrar þjálfunar á mismunandi heilsufarsþætti hjá eldri aldurshópum.pdf1.99 MBLockedRitgerðPDF