is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15091

Titill: 
 • Ökklatognanir í íþróttum. Áverkalýsing, áhættuþættir og forvarnir
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ökklatognanir eru mjög algeng meiðsli í mörgum íþróttagreinum. Ökklatognanir geta skapað vanda hjá einstaklingnum sjálfum, íþróttaliðinu og samfélaginu, þar sem hann getur þurft að vera frá íþrótt sinni og vinnu eftir meiðslin. Þeir sem hafa tognað á ökkla eru í aukinni áhættu á að togna aftur og þegar tognanir verða endurteknar getur vandamálið orðið þrálátt.
  Í þessari ritgerð verður fjallað um áverkalýsingu ökklatognana auk innri og ytri áhættuþátta sem geta haft áhrif á meiðslin. Að lokum verður greint frá mögulegum forvörnum til að minnka líkur á ökklatognunum. Markmið ritgerðarinnar er að finna þær forvarnaraðferðir sem gefa besta raun í að minnka líkur á ökklatognunum.
  Áverkalýsing ökklatognana getur verið ólík eftir því hvaða íþrótt á í hlut og eftir því hvort einstaklingurinn er að hlaupa, lenda eftir hopp eða lendir í tæklingu. Þó er hægt að fullyrða að langflestar ökklatognanir verði við mikla innhverfingu og algengast er að fremra völu- og dálksband verði fyrir skaða.
  Áhættuþættir ökklatognana hafa verið töluvert rannsakaðir en stærsti áhættuþátturinn og sá sem skiptir mestu máli er fyrri tognanir. Aðrir áhættuþættir eru til dæmis íþrótt sem keppt er í og tími í keppni.
  Ökklateipingar hafa verið notaðar í fjölda ára sem forvörn við ökklatognunum og hafa rannsóknir sýnt að ökklateipingar og spelkur virki vel til að minnka líkur á endurteknum tognunum. Hins vegar eru ekki sterkar vísbendingar um að þessar aðferðir minnki líkur á fyrstu tognun. Það sama á við um jafnvægisþjálfun, en rannsóknir benda þó til þess að hún geti minnkað líkur á fyrstu tognun.

 • Útdráttur er á ensku

  Ankle sprains are a very common injury in many sports. They can cause problems for the athlete; his team and the society, since the injured individual can be absent from his sport and work for some time. If an individual sprains his ankle once, he is more likely to sprain it again and then it can become a chronic problem.
  The goal of this essay is to research what injury prevention methods work best to prevent ankle sprains by looking into the injury mechanism and define external and internal risk factors.
  The injury mechanism of an ankle sprain can be different depending on the sport and if the athlete is running, landing after a jump or is tackled. The most common mechanism though is inversion and the anterior talofibular ligament is the most commonly injured ligament.
  Risk factors of ankle sprains have been researched extensively and the biggest risk factor and the one that is the most important are previous sprains. Other risk factors are for example the sport the athlete plays as well as time spent in competition.
  Ankle taping has been used for many years to prevent ankle sprains and research has shown that ankle taping and bracing has good preventative effect for repeated ankle sprains. On the other hand there are no strong indications in the literature that these methods decrease the risk of first time ankle sprains. The same applies to balance training although research shows that it might have preventative effect on first time ankle sprains.

Samþykkt: 
 • 14.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15091


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ökklatognanir í íþróttum.Skúli Pálmason.pdf442.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna