Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15092
Um aldamót 20. aldar fæddist kynslóð með nýjar hugmyndir. Þessi kynslóð dreymdi um betra samfélag, samfélag þar sem allir voru jafningja, samfélag þar sem var engin stéttaskipting. Hún fæddist inn í miðja iðnbyltinguna þar sem hugtökum eins og frelsi
og mannréttindi, sem áður höfðu verið framandi fyrir almenning, var haldið hátt á lofti. Þetta fólk hafði sósíalismann sér að leiðarljósi og lét í sér heyra í þjóðfélaginu. Myndaðist þá einhvers konar vinstri sinnuð „menningarelíta“ en þjóðþekktir rithöfundar líkt og Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson tilheyrðu henni. Þessi róttæki hópur var mjög náinn og eyddi nær öllum sínum frítíma saman. Í hjarta þessara vinahóps voru hjónin Hallbjörn Halldórsson og Kristín Guðmundardóttir en um þau fjallar þessi ritgerð. Kristín var hárgreiðslukona og oftast kennd við stofu sína, Hollywood, á meðan Hallbjörn var helst þekktur fyrir að vera yfirprentari Alþýðublaðsins. Þau voru bæði sósíalistar með sterkar skoðanir og áttu eftir að setja sinn svip á þjóðlíf Íslendinga. Voru þau hluti af vinahóp sem kallaði sig „Mjólkurfélagið heilaga“ og hittist annaðhvort í Unuhúsi eða að heimili Hallbjarnar og Kristínar. Þessi ritgerðin er skrifuð með ævisögulegri aðferð að sjónarmiði en með rannsókn á lífshlaupi þessara tveggja einstaklinga er reynt að veita innsýn í líf róttækra vinstri manna á þessum tíma.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð, lokaskil.pdf | 352.14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |