Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15093
Streituviðbragð er nauðsynlegt öllu lífi en hefur bæði jákvæða og neikvæða hlið, þó að flestir tengi streitu við eitthvað neikvætt. Mannslíkaminn er ekki hannaður til að takast á við viðvarandi streituviðbragð.
Tilgangur þessarar ritgerðar er að fjalla um alvarleika streitu sem heilsukvilla, hlutverk sjúkraþjálfara í tengslum við streitu og þar af leiðandi mikilvægi hreyfingar sem meðferðarforms ásamt gagnsemi þverfræðilegrar teymisvinnu.
Áhrif hreyfingar á heilsu einstaklinga eru vel þekkt bæði út frá lýðheilsusjónarmiðum og sem gagnreynt meðferðarform við hinum ýmsu kvillum, svo sem afleiðingum viðvarandi streitu. Viðleitni sjúkraþjálfara til að horfa heildrænt á vandamál viðkomandi og þekking þeirra á mikilvægi hreyfingar gerir þá að fýsilegum kosti í baráttunni við neikvæð áhrif streitu.
Með nýlegri tilkomu hreyfiseðla og beins aðgengis einstaklinga að sjúkraþjálfurum geta sjúkraþjálfarar orðið virkari meðferðaraðilar í tengslum við streitu en nú er. Því er nauðsynlegt að sjúkraþjálfarar geri sér grein fyrir fjölþættum birtingarmyndum streitu og alvarleika/tíðni hennar sem heilsukvilla.
Streita er flókið vandamál og meðferð við streitu krefst þekkingar fleiri en eins fagaðila. Leggja þyrfti áherslu á þverfræðilega teymisvinnu á fyrri stigum mála, þar sem heilsugæslan er í lykilhlutverki.
Stress reaction is essential for all living creatures but although most of us connect stress with something negative, it has both positive and negative aspects. The human body is not designed to deal with continuous stress reactions.
The purpose of this thesis, is to discuss the seriousness of stress as a health problem, and the physiotherapist´s role when dealing with stress related illnesses, with emphasis on the importance of physical activity as a treatment method, along with the benefits of interprofessional teamwork.
The impact of exercises on people´s health is well known, both from public health perspectives, and as evidence based treatment method for various ailments, such as the consequences of continuous stress. The physiotherapists‘ effort to look at problems holistically, along with their knowledge of the importance of exercise, makes physiotherapists a good choice when conquering the negative influences of stress.
By the recently established prescription for exercises method in Iceland, and recent law accepting direct access to physiotherapists, the profession could play a more active role in the treatment of stress, than they do now. Therefore, it is necessary for physiotherapists to be aware of the multidimensional ways in which stress appears, and the seriousness as a health problem.
Stress is a complex problem and treatment requires knowledge from more than one professional. In the early stages, emphasis should be on interprofessional teamwork, where primary health care plays the central role.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskil.pdf | 813,53 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |