is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15095

Titill: 
 • Að kenna í ljósi fræða og rannsókna
Útgáfa: 
 • 2007
Útdráttur: 
 • Í þessari grein er athyglinni beint að tengslum fræða og skólastarfs. Útgangspunkturinn er
  fyrirhuguð lenging kennaranáms á Íslandi og aukin áhersla á fræði og rannsóknir í því sambandi.
  Kennaraháskólinn stefnir að því að íslenskir kennarar verði í framtíðinni færir um að starfa í
  ljósi fræða og rannsókna. Á hinn bóginn má ljóst vera að kennarar eru almennt ekki í þessum
  farvegi. Þeir starfa frekar í ljósi alþýðlegra viðhorfa til náms sem eiga sér djúpar menningarlegar og sögulegar rætur. Höfundur er sammála stefnu Kennaraháskólans og telur brýnt að skólastarf framtíðarinnar markist meir af rannsóknum og minna af gömlum hefðum. Hins vegar bendir hann á, með tilvísunum í rannsóknir, að hér sé við ramman reipa að draga. Það lítur út fyrir að kennaraskólar almennt hafi fremur lítil áhrif á forhugmyndir kennaranema um skólastarf. Eigi að takast að hreyfa við kennaranemum, segir höfundur, verða þeir sem starfa við þessa skóla að skoða vandlega eigin viðhorf til skólastarfs og þróa með sér nýja og áhrifameiri starfshætti.

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2007; 4: s. 39-56
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 14.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15095


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafþór_2007_Að kenna í ljósi fræða og rannsókna.pdf377.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna