is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15097

Titill: 
 • Breytingar á hegðun og sálrænni líðan samfara heilabilun hjá öldruðum: Stuðningur heimahjúkrunar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Öldruðum einstaklingum fjölgar á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Með hækkuðum meðalaldri þjóðarinnar eykst tíðni aldurstengdra sjúkdóma þar á meðal heilabilunar. Einkenni heilabilunar eru einna helst minnistap en breytingar verða einnig á hegðun og sálrænni líðan. Aukin áhersla í samfélaginu er á að aldraðir búi sem lengst á eigin heimili. Óformlegir umönnunaraðilar ásamt heimaþjónustu gegna lykilhlutverki til að svo geti orðið. Óæskileg hegðun og sálræn vanlíðan aldraðra með heilabilun veldur auknu álagi á umönnunaraðila og er því nauðsynlegt að hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun séu upplýstir um einkennin, meðferðarúrræði sem standa til boða og geri sér grein fyrir mikilvægi stuðnings. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að skoða þær breytingar sem verða á hegðun og sálrænni líðan aldraðra einstaklinga með heilabilun ásamt því að fjalla um inngrip sem hjúkrunarfræðingar í heimahjúkrun geta veitt þessum hóp til þess að bæta lífsgæði þeirra og þar með fresta varanlegri stofnanavistun.
  Lykilorð: heilabilun, sjúklegar breytingar á hegðun og sálrænni líðan, hjúkrun, heimahjúkrun.

 • Útdráttur er á ensku

  The world's population is aging and in Iceland the number of elderly people is rising rapidly as well. Concomitant with the increase in average age of the population is an elevated rate of age-related diseases, including dementia. The chief signs and symptoms of dementia are memory loss and certain changes in behavior and psychological well-being. Currently, it is a growing demand within the Icelandic community that the elderly have the option of staying in their own homes for as long as possible. Family caregivers and home care services such as home care nursing will play a key role in facilitating such living arrangements. Behavioral changes and psychological distress in elderly persons suffering from dementia make the role of caregivers demanding and stressful, and it is therefore essential that nurses in home care are well informed about the signs and symptoms of the disease and its progression, available treatment options as well as the importance of providing support to caregivers. The purpose of this thesis is to provide an overview of what is known about the changes in behavior and psychological well-being of elderly people with dementia, as well as a discussion of the interventions and service that nurses in home care can provide to this population to improve quality of life and postpone admission to long term care facility.
  Keywords: dementia, pathological behavioral and psychological changes, nursing, home care.

Samþykkt: 
 • 14.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Breytingar á hegðun og sálrænni líðan samfara heilabilun hjá öldruðum. Stuðningur heimahjúkrunar.pdf349.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna