Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15098
Fjölmenningarlegt samfélag er samfélag fólks af ólíku þjóðerni og ólíkum menningar- og trúarlegum uppruna, samfélag fólks sem býr yfir ólíkri reynslu, getu og hæfni. Fjölmenningarleg
kennsla tekur til þriggja þátta: kennslufræðilegrar nálgunar, hugmyndafræði og ferlis þar sem leitast er við að mæta lýðræðishugsjónum og námsþörfum nemenda. Markmið þessarar
rannsóknar, sem gerð var í Manitoba í Kanada, í Noregi og á Íslandi, var að afla upplýsinga um hvernig kennarar eru undir það búnir að kenna nemendum af erlendum uppruna; hvernig þeir
mæta einstaklingsþörfum þessara nemenda og hvernig þeir telja að nemendunum gangi að aðlagast nýju menningarsamfélagi. Gögnum var safnað með viðtölum og vettvangsnótum. Niðurstöður sýndu að viðhorf kanadísku kennaranna sem rætt var við til nemenda af erlendum uppruna er frábrugðið viðhorfum norsku og íslensku kennaranna. Í Manitoba virtist skilningur viðmælenda á fjölmenningarlegri kennslu meiri en í hinum löndunum tveimur. Niðurstöður benda til þess að flestir íslensku og norsku kennararnir sem þátt tóku í rannsókninni hafi ekki öðlast þennan skilning og séu ekki nægilega undir það búnir að mæta þörfum barna af erlendum uppruna í skólanum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
8_kristin_gudmundur_ragnheidur1.pdf | 422,66 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |