is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/151

Titill: 
 • Hefur þyngd eða þyngdaraukning kvenna á meðgöngu áhrif á útkomu fæðingar og barns?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ofþyngd er vaxandi heilbrigðisvandamál í heiminum í dag og er Ísland engin undantekning þar á. Yfirþyngd er talin þjaka u.þ.b. 30% íslenskra kvenna og þar af mikil offita um 10% kvenna. Rannsakendur vilja varpa fram þeirri spurningu hvort konur í yfirþyngd geti átt við margvísleg vandamál að etja sem tengjast meðgöngu og fæðingu.
  Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvort tengsl séu á milli mikillar þyngdaraukningar á meðgöngu, fæðingaraðferðar kvenna og útkomu barns úr fæðingu. Skoðuð voru gildi þyngdar fyrir meðgöngu og þá áhættu sem of mikil þyngdaraukning getur haft á meðgöngu og fæðingu. Einnig var skoðað hvort hátt BMI móður hafði áhrif á þyngd og útkomu barns eftir fæðingu.
  Rannsakendur notuðu megindlega rannsóknaraðferð við þessa rannsókn. Upplýsingum var aflað í gegnum 10 hópa skráningarkerfi Kvennadeildar FSA á eins árs tímabili, frá 1. janúar til 31. desember árið 2004. Skráningarkerfið er byggt þannig upp að allar konur sem fæða börn sín á Kvennadeild FSA eru flokkaðar eftir þessu skráningarkerfi í hópa sem gerir starfsfólki auðveldara að skoða útkomu kvenna og barna úr fæðingu innan hvers hóps.
  Rannsóknir hafa verið gerðar erlendis um áhrif þyngdaraukningar á meðgöngu og fæðingu en ekki er vitað til þess að slík rannsókn hafi verið gerð hérlendis og þótti rannsakendum því vert að leggja út í slíka rannsókn. Það er mat rannsakenda að mikilvægt sé að auka fræðslu og umræðu um afleiðingar yfirþyngdar og offitu á meðgöngu og í fæðingu. Þar ættu hjúkrunarfræðingar og ljósmæður að eiga frumkvæðið.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þyngdaraukning frumbyrja er meiri en fjölbyrja og konur þyngdust mun meira á meðgöngu en æskilegt er. Hægt er að tengja þyngd móður við útkomu kvenna úr fæðingu því konur sem þyngdust meira þurftu frekar verkjameðferð í fæðingu, hjálp með sogklukku og keisara og rifnuðu frekar. Ekki er hægt að tengja þyngdaraukningu mæðra við þyngd barna en þær mæður sem voru í yfirþyngd eða í offituflokki samkvæmt BMI stuðli voru frekar með lægri Apgar skor.
  Lykilhugtök: Meðganga, fæðing, þyngd, offita, body mass index, börn og heilbrigði.

Samþykkt: 
 • 1.1.2005
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/151


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BMI.pdf1.43 MBOpinnHefur þyngd eða þyngdaraukning kvenna á meðgöngu áhrif á útkomu fæðingar og barns? - heildPDFSkoða/Opna