is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15103

Titill: 
  • Að meta skrifarastarfið. Athugun á nokkrum atriðum varðandi stafsetningu í þremur handritum með hendi Ásgeirs Jónssonar frá árunum 1686-1688, skrifuðum eftir 14. aldar skinnhandritum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður gerð tilraun til að athuga á kerfisbundinn hátt skrifaravenjur Ásgeirs Jónssonar, skrifara Árna Magnússonar handritasafnara og Þormóðs Torfasonar sagnaritara. Ásgeir þjónaði sem skrifari í tæplega 20 ár og skrifaði upp fjölda handrita, einkum skinnbækur frá miðöldum. Ekki hafa öll handrit, sem hann skrifaði eftir, varðveist til okkar daga og því miður voru sum þeirra mjög mikilvæg. Eftirrit Ásgeirs eru í nokkrum tilvikum eini vitnisburðurinn um þessi glötuðu miðaldahandrit, þannig að mikilvægt er að kanna hversu traust eftirritin eru sem Ásgeir tók fyrir vinnuveitendur sína.
    Þar sem Ásgeir var afkastamesti skrifari á 17. og 18. öld hafa fyrri fræðimenn aðeins fjallað um eitt og eitt handrit með hans hendi og forrit þeirra, ef þau eru til. Kerfisbundin athugun á nákvæmni hans hefur aldrei verið gerð, m.a. vegna þess að handrit sem hann skrifaði voru ekki flokkuð eftir tímabilum og „verstu“ eftirritin gætu verið frá hans fyrstu árum sem skrifari en þau „bestu“ frá síðari árum hans, eftir að hann var orðinn þjálfaður atvinnuskrifari. Már Jónsson hefur skipt handritaframleiðslu Ásgeirs í fimm tímabil og verða hér á eftir athuguð nokkur handrit frá fyrstu tveimur árum hans í Kaupmannahöfn sem eru með báðum skriftargerðum hans.
    Þar sem þessi ritgerð er fyrst og fremst tilraun að gera kerfisbundna athugun, verða ekki öll möguleg atriði skoðuð, og ekkert verður fjallað um skriftarfræðileg atriði eða textafræðileg. Athygli verður beint að nokkrum atriðum sem varðar stafsetningu í handritum með hendi Ásgeirs. Eftirrit hans og forrit þeirra verða athuguð og borin saman til að athuga stafsetningarvenjur skrifarans og nákvæmni í eftirritum. Athugun er megindleg, en tölfræðileg skoðun mun leiða í ljós marktækni frávikanna sem er að finna í eftirritunum og eðli þeirra.

Samþykkt: 
  • 14.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15103


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
allur pakkinn.pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna