Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15106
Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að finna það fræðsluefni sem hentar best sjúklingum sem koma í ísótóparannsóknir á Landspítalanum. Hannaðar voru tvær gerðir af fræðsluefni sem voru á formi bæklinga og í framhaldi var álit sjúklinga fengið til að kanna hvaða upplýsingar sjúklingar sækjast eftir að fá.
Efni og aðferðir: Alls voru 61 manns beðnir um að taka þátt í rannsókninni og aðeins einn svaraði neitandi vegna ekki nægilegrar íslensku kunnáttu og tóku því 60 manns þátt í rannsókninni, 30 manns á hvorn bækling. Notast var við þægindaúrtak við val á þátttakendum og fengið var munnlegt samþykki fyrir þátttöku. Tvær gerðir af bæklingum með fræðslu um ísótóparannsóknir voru hannaðir með mismunandi sniði. Báðir innihéldu myndir. Þátttakendur lásu einungis annan bæklinginn og svöruðu svo spurningum. Spurningalisti var hannaður og innihélt hann 11 spurningar. Spurningarnar voru miðaðar að því að komast að gæðum fræðslunnar og til að komast að því hvaða upplýsingar fólk sóttist eftir um ísótóparannsóknir.
Niðurstöður: Flestum þátttakendum gekk mjög vel eða vel að lesa textann, 43% gekk mjög vel og 40 gekk vel fyrir bækling A og 50% gekk mjög vel og 37% gekk vel fyrir bækling B. Þekking þátttakenda á rannsókn þeirra og á ísótóparannsóknum almennt jókst hjá flestum þátttakendum, um 60% fyrir báða bæklinganna fyrir rannsókn þeirra og um 40-50% fyrir báða bæklinganna fyrir ísótóparannsóknir almennt. Hæsta hlutfall þátttakenda svöruðu að bæklingurinn svaraði spurningum þeirra vel, 60% fyrir bækling A og 47% fyrir bækling B.
Ekki var marktækur munur á svörum þátttakenda hvort bæklingur A eða B henti betur sem fræðslubæklingur fyrir ísótóparannsóknir.
Þær upplýsingar sem þátttakendum fannst vanta voru nánari upplýsingar um skaðsemi geislunar og tilvísun í vefsíðu.
Ályktanir: Verkefnið var framkvæmt með það í huga að auka gæði þjónustu sjúklinga sem koma í ísótóparannsóknir og nýta niðurstöðurnar til hliðsjónar við hönnun á fræðslubæklingi sem sjúklingar hafa aðgang að og geta nýtt sér. Sóst var eftir tilvísun í vefsíðu með ítarlegri upplýsingum sem sjúklingar hefðu aðgang að.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birna Guðlaug Bjo?rnsdo?ttir- Diplo?maritgerð 2013-1.pdf | 751.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |