Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15107
Í þessari grein er sagt frá þróunarverkefni í Hlíðarskóla á Akureyri. Um tuttugu
nemendur á grunnskólaaldri stunda nám í skólanum en hann er hugsaður sem
skammtímaúrræði fyrir þá nemendur sem af einhverjum ástæðum aðlagast ekki
starfinu í heimaskóla sínum. Kennsluhættir í skólanum hafa til skamms tíma að
mestu verið hefðbundnir en áhersla lögð á mikla nánd og einstaklingsmiðun.
Á síðasta ári var ákveðið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á kennsluháttum
sem ásamt fleiru miða að því að efla þátttöku nemenda með fjölbreyttum viðfangsefnum sem tengjast áhugasviðum þeirra. Í þessu felst að nemendur hafa val um
viðfangsefni og engin skólavika er eins. Afar góð reynsla hefur fengist af þessari
tilhögun og viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna til hennar eru mjög jákvæð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að taka flugið.pdf | 487,33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |