is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15109

Titill: 
 • Samanburður á lendarsveigju, færniskerðingu vegna bakverkja og virkni djúpvöðvakerfis meðal kvenna með og án áreynsluþvagleka
 • Titill er á ensku Core muscle stability, lumbar curvature and disability; comparison between women with and without stress urinary incontinence
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Grindarbotnsvöðvar starfa með öðrum hlutum djúpvöðvakerfisins. Ætla má að lendarsveigja hafi áhrif á starfsemi grindarbotnsvöðva og allt djúpvöðva-kerfið í heild sinni. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort munur sé á lendarsveigjum kvenna með og án áreynsluþvagleka. Auk þess að bera saman virkni grindarbotnsvöðva, virkni stöðugleikakerfis mjóbaks og mjaðmagrindar og færniskerðingu vegna bakverkja milli þessara hópa. Tilgangur rannsóknarinnar er einnig að kanna notagildi aðferða sem nota á í stærri rannsókn.
  Aðferðir: Rannsóknin er forkönnun. Þátttakendur voru 20 konur á aldrinum 25-60 ára og valdar með þægindaúrtaki; annars vegar 10 konur með greindan áreynslu-þvagleka og hins vegar 10 konur án þvagleka. Lagðir voru fyrir konurnar tveir spurningalistar, annars vegar um áhrif bakverkja á daglegt líf (ODI) og hins vegar um alvarleika þvagleka (ICIQ-UI), lendarsveigjur voru mældar með SpinalMouse®, framkvæmt var stöðugleikapróf fyrir mjóhrygg (active straight leg raise próf) og að lokum var virkni grindarbotnsvöðva mæld með vöðvarafriti. Við tölfræðiúrvinnslu (SAS Enterprise Guide 4.3) var notast við t-próf fyrir tvíhliða mörk, Wilcoxon próf, logistíska aðhvarfsgreiningu og Pearson fylgnistuðul eftir því sem við átti. Marktektarmörk voru 5%.
  Niðurstöður: Konur með áreynsluþvagleka reyndust vera með meiri færni-skerðingu vegna bakverkja samanborið við konur án þvagleka (p<0,05). Enginn munur var á milli hópa með tilliti til lendarsveigju, virkni grindarbotnsvöðva né virkni djúpavöðvakerfis.
  Ályktun: Niðurstöður þessarar forkönnunar gefa tilefni til að rannsaka frekar tengsl líkamsstöðu, virkni djúpvöðvakerfis og bakverkja meðal kvenna með áreynslu-þvagleka. Við frekari rannsóknir er raunhæft að nota flestar þær aðferðir og tækjabúnað sem í þessari forkönnun voru notaðar fyrir utan vöðvarafritstækið.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: Pelvic floor muscles (PFM) are among the core muscles of the trunk. Lumbar curvature may affect the core muscle system including the PFM. The purpose of this study is to investigate whether lumbar curvature varies between women with and without stress urinary incontinence (SUI). Further to compare the function of PFM, function of lumbopelvic stabilizing system and disability due to back pain among these groups. In addition to propose applicable methods for the forthcoming study.
  Methods: This is a pilot study. Participants were 20 women aged 25-60 years conveniently sampled; 10 women with and 10 women without urinary incontinence. The women answered two questionnaires, one on the effects of back pain on daily activities (ODI) and one on the severity of incontinence (ICIQ-UI). Lumbar curvature was measured using SpinalMouse® and core stability test (active straight leg raising test) was performed. Finally, the function of the PFM was measured using electromyogram. For statistical analysis (SAS Enterprise Guide 4.3) t-tests, Wilcoxon tests, logistic regression and Pearson correlation coefficients. were computed as appropriate. The significance level was 5%.
  Results: Women with stress urinary incontinence were found to have greater disabilities due to back pain compared with women without incontinence (p<0,05). There were no differences found between groups with respect to the lumbar curvature, PFM function or function of the core muscle system.
  Conclusion: This pilot study reasons further research on the associations between posture, function of the core muscles and back pain among women with SUI. The methodology and equipment used in this pilot study were adequate except for the electromyographic device.

Samþykkt: 
 • 15.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-LOKA-Samanburður á lendarsveigju, færniskerðingu vegna bakverkja og virkni djúpvöðvakerfis meðal kvenna með og án áreynsluþvagleka.pdf1.71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna