en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1511

Title: 
 • is Breytingar á líkamsástandi og afkastagetu handknattleiksmann : æfinga- og keppnistímabilið 2007-2008
Abstract: 
 • is

  Meginmarkmið þessa rannsóknarverkefnis var að kanna breytingar á líkamsástandi og afkastagetu handknattleiksmanna.
  Þátttakendur í rannsókninni voru 24 leikmenn meistaraflokks FH (Fimleikafélags Hafnarfjarðar) í karlaflokki þar af voru 12 leikmenn sem fóru í gegnum allt rannsóknartímabilið. Þátttakendur þreyttu þolpróf, styrktarpróf, hraðapróf, stökkkraftspróf og fóru í fitumælingu þrisvar sinnum á átta mánaða æfinga– og keppnistímabili.
  Rannsóknin leiddi í ljós að líkamleg afkastageta jókst yfir rannsóknartímabilið milli allra mælingalotanna. Neikvæð breyting (p=0,001) varð hins vegar á líkamssamsetningu þ.e. þyngd og fituhlutfalli. Sé litið til einstakra þátta þá stóð þolið í stað milli mælingalotu I og III en jókst marktækt (p=0,022) við lotu II. Styrkur, hraði og stökkkraftur jókst marktækt (p=0,001) yfir allt tímabilið. Engin fylgni reyndist vera milli styrks í fótum og hraða en hins vegar komu fram línuleg tengsl hraða í 20 metra spretti og fimm hoppi á öðrum fæti(r=–0,809 fyrir vinstri fót og r=–0,833 fyrir hægri fót).
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma þá má álykta það að þátttakendur hafi æft vel keppnistímabilið 2007–2008 en hins vegar ekki gætt nógu vel að næringunni þar sem fituhlutfall jókst þrátt fyrir aðrar líkamlegar bætingar.
  Lykilorð: Handknattleikur, líkamsástand

Description: 
 • is Íþróttabraut
Accepted: 
 • Jun 27, 2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1511


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hreidar_Bs%20ritgerd[1].pdf801.71 kBOpenHeildartextiPDFView/Open