is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15110

Titill: 
 • Í kapp við tímann: Gönguhraði eldri borgara og græntími gangbrautarljósa í Reykjavík
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Göngufærni er einn þáttur hreyfifærni sem skiptir miklu máli hvað varðar sjálfstæði í daglegu lífi og gönguhraði er notaður sem mælikvarði á starfræna getu fólks og jafnvel lífslíkur. Með aldrinum verða líkamlegar breytingar sem valda því að göngufærni minnkar og getur það haft neikvæð áhrif á getu einstaklinga til þátttöku og daglegra athafna.
  Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna gönguhraða hjá eldra fólki og meta hvort að hann sé nægilegur til að komast yfir götu á græntíma umferðaljósa í Reykjavík. Einnig var tilgangurinn að athuga hvort eldri einstaklingar eigi að eigin mati í vandræðum með að fara yfir götu á gangbrautarljósum í Reykjavík og hvað þeir telji að valdi því.
  Þátttakendur voru 55 einstaklingar á aldrinum 66-88 ára sem búa í fjölbýlishúsum aldraðra við Sléttuveg í Reykjavík. Skilyrði fyrir þátttöku voru að þátttakendur gætu gengið úti og treystu sér til að ganga að minnsta kosti 20 metra með eða án hjálpartækja.
  Tíu metra göngupróf var notað til að mæla gönguhraða þátttakenda á þægilegum hraða og í röskri göngu og bera saman við meðalgönguhraða sem þarf til að ná yfir valdar götur í Reykjavík á græntíma. Einnig var lagður fyrir spurningalisti til að afla upplýsinga varðandi gönguvenjur og upplifun þátttakenda sem gangandi vegfarenda.
  Niðurstöður sýndu að stórt hlutfall eldra fólks gengur ekki nógu hratt til þess að ná yfir götur á græntíma umferðaljósa í Reykjavík sérstaklega þegar litið er til styttri græntíma.
  Skipulagi umferðarljósa í Reykjavík er ábótavant miðað við niðurstöðurnar og það þarf að taka meira tillit til þess að gangandi vegfarendur eru á öllum aldri og með misjafna göngufærni. Umferðarskipulag má ekki vera þannig að eldra fólk forðist það að fara um gangandi þar sem það takmarkar mjög þátttöku þess í daglegu lífi. Frekari rannsókna er þó þörf þar sem æskilegt væri að hafa fleiri þátttakendur og framkvæma mælingar við raunverulegar aðstæður.

 • Útdráttur er á ensku

  The ability to walk is one part of mobility that makes a difference for the independence of daily living and gait speed is used as a measurement of person’s functional ability and even survival. Physical changes that occur with age result in a decrease in the ability to walk which can have a negative effect on a person’s participation and activities in daily living.
  The purpose of this study was to measure the gait speed of older adults and assess if it is fast enough to cross streets in Reykjavík in the time given and also to assess if older adults experience difficulties crossing those roads and what they feel causes those difficulties.
  55 people, aged 66-88, living in special apartments for elderly people at Sléttuvegur in Reykjavik participated in this research. The inclusion criteria maintained that the participants had to be able to walk independently outside and could walk at least 20 meters with or without walking aids.
  We used a 10 meter walking test to measure the participants gait speed, both at comfortable and fast speed, and compared that to the mean speed needed to pass specific streets in Reykjavík in the time given. We also used a questionnaire to gather information about people’s walking habits and their experience as pedestrians.
  According to the results a high rate of elderly people don’t walk fast enough to traverse the streets in Reykjavík in the given time, especially in connection to their speed of walking and the shorter time period that is given to complete the task.
  The organization of traffic lights in Reykjavík is inadequate according to the results and more consideration is needed, because of the significant differences related to age in the ability to walk. Traffic networks should not be structured in a way that makes the elderly avoid walking in the community since it limits their participation in daily living. Further research is required where it would be desirable to have a greater number of participants and to do the measurements in realistic conditions.

Samþykkt: 
 • 15.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15110


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Í kapp við tímann.pdf872.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna