is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15120

Titill: 
  • Starfsánægja ungra hjúkrunarfræðinga. Hvað geta stjórnendur gert?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hjúkrunarfræðingar sem fæddir eru á árunum eftir 1980 tilheyra hinni svonefndri Y-kynslóð en hún er ein af þremur kynslóðum sem eru á vinnumarkaðnum í dag, hinar tvær eru Uppgangskynslóðin (1946-1964) og X-kynslóðin (1965-1979). Margt greinir þessar kynslóðir að, þær hafa mismunandi einkenni og gera ólíkar væntingar og kröfur til vinnustaðar síns og stjórnenda. Rannsóknir hafa sýnt að ungir hjúkrunarfræðingar eru ekki jafnánægðir í starfi og þeir sem eldri eru og stór hluti þeirra er líklegur til að skipta um starf innan tveggja ára frá útskrift. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt að þeir hjúkrunarfræðingar sem eru óánægðir í starfi eru mun líklegri til að hætta að vinna hjá stofnunum. Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á starfsánægju ungra hjúkrunarfræðinga og þeir helstu eru: Að hafa jafnvægi á milli starfs og einkalífs, að hafa áhrif á gerð vaktaáætlana, stuðningur frá stjórnendum, streita í starfi og að starfið sjálft sé bæði áhugavert og krefjandi. Tækifæri til faglegrar þróunar, viðurkenning og hvatning frá stjórnendum og samstarfsfélögum eru líka þættir sem hafa áhrif á starfsánægju. Þar sem stjórnendur eru í lykilhlutverki þegar kemur að því að hafa áhrif á starfsánægju ungra hjúkrunarfræðinga er mikilvægt að þeir geri sér grein fyrir þeim þáttum sem hafa áhrif á starfsánægju þeirra, þarfir og væntingar og stuðli þannig að festu þeirra í starfi.
    Lykilorð: Y-kynslóð, ungir hjúkrunarfræðingar, starfsánægja, stjórnendur og lausnir.

  • Útdráttur er á ensku

    Nurses who are born after the year 1980 belong to the so-called Generation Y, which is one of three generations currently working in nursing, the other two being the Baby-Boomers (1946-1964) and Generation X (1965-1979). Each of these generations have different characteristics, various expectations and demands towards their working place and their managers. Studies have shown that younger nurses are less satisfied with work than the older nurses. A large group of these younger nurses are likely to change their jobs within two years from graduation. In addition, studies have proven that there is an extensive probability that young nurses will leave nursing. There are several variables which are believed to affect younger nurses level of job satisfaction. The more important variables being; to retain balance between work and family, a chance to influence their own work schedule, support from managers, level of work-related stress, and the work it self being motivating and having responsibilities of interest and demand. Opportunity of professional development, as well as aknowledgement and support from managers and coworkers, are aspects which induce the level of job satisfaction. Nurse managers play a key roll when it comes to influencing the job satisfaction of younger nurses. Therefore it is imperative that they comprehend these aspects which can affect job satisfaction, needs and expectations of young nurses to improve their retention.
    Key words: Generation Y, young nurses, job satisfaction, managers and solutions.

Samþykkt: 
  • 16.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja ungra hjúkrunarfræðinga.pdf392.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna