Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15121
Bakgrunnur rannsóknar. Rannsóknir hafa sýnt að almennt eru viðhorf kvenna til blæðinga hlutlaus eða neikvæð. Ástæða er til að skoða viðhorf til blæðinga því jákvæð viðhorf tengjast jákvæðri líkams- og sjálfsímynd. Rannsóknin vekur athygli á viðhorfi til blæðinga en lítil umræða er um blæðingar í samfélaginu og rannsóknir á íslensku þýði fáar.
Tilgangur. Að lýsa og greina samhengi sjálfshlutgervingar, lifnaðarhátta, blæðinga, líkamsímyndar og viðhorfa til blæðinga hjá íslenskum hjúkrunarfræðinemendum.
Aðferð. Með lýsandi þversniðsrannsókn voru blæðingar, lifnaðarhættir, sjálfshlutgerv-ing, líkamsímynd og viðhorf til blæðinga skoðuð hjá 314 (aldur 19-47; M= 25, Sf= 4,7) ís-lenskum kvenkyns hjúkrunarfræðinemendum í námi við Háskóla Íslands. Gögn voru greind með lýsandi- og ályktunartölfræði.
Niðurstöður. Svarhlutfall var 72% (N=224). Viðhorf til tíðablæðinga og líkamsímyndar voru að meðaltali hlutlaus eða jákvæð og sjálfshlutgerving nemenda var lítil. Marktækt samband fannst á milli ýmissa þátta. Þar má nefna að jákvæð viðhorf tengdust við jákvæða líkamsímynd, litla sjálfshlutgervingu, aldur og litla tíðaverki. Einnig var samband milli aukinnar sjálfshlutgervingar við lélega líkamsímynd, lægri aldur og að borða óreglulega.
Ályktanir. Niðurstöður staðfesta fyrri niðurstöður um samhengi sjálfshlutgervingar kvenna við líkamsímynd, viðhorf til blæðinga og slæmra matarvenja. Samt sem áður voru viðhorf til blæðinga jákvæðari en fyrri rannsóknir hafa sýnt.
Lykilorð: viðhorf til tíðablæðinga, líkamsímynd, sjálfshlutgerving, tíðaverkir, tíðablæðingar
Background. Although studies have shown that women‘s attitude towards menstrua-tion tend to be neutral or negative, it is important to carefully examine attitudes toward men-struation because positive attitudes are associated with positive body- and self-image.
Objectives. Describe and examine the relationship between self-objectification, lifestyle, menstruation, body image and attitude towards menstruation of Icelandic nursing students.
Method. In this cross-sectional study, menustruation and lifestyle and attitudes towards menstruation, self-objectification and body image was assessed in 314 (ages 19-47; Mage = 25, SDage = 4.7) Icelandic female nursing students at the University of Iceland. Data were analyzed using descriptive and inferential statistics.
Results. Response rate was 72% (N = 224). Attitudes towards menstruation and body image were on average neutral or positive and there was little self-objectification. Some evidence was found for positive attitudes towards menstruation. Namely, positive body image and decreased self-objectification increased with age and was associated with reduced menstrual pain. Conversely, there was a significant relationship between increased self-objectification and negative body image and lower age and irregular eating.
Conclusions. Results are commensurate with previous findings on the relationship between women’s self-objectification with body image, attitudes to menstruation and poor eating habits. However, attitudes towards menstruation were more positive than previous studies have found.
Keywords: Attitudes towards menstruation, body consciousness, self-objectification, menstrual pain, menstruation
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
RagnaogRagnheiður_ritgerd.pdf | 1.64 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |