is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15127

Titill: 
  • Hafa stoðkerfiseinkenni og fyrri meiðsli handknattleikskvenna áhrif á niðurstöður úr endurbættu níu þátta skimunarprófi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íþróttameiðsli eru eitt aðal áhyggjuefni í íþróttum og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vel sé hugað að meiðslaforvörnum. Forvarnir gegn meiðslum spila stöðugt stærra hlutverk í íþróttum og hafa mismunandi leiðir verið notaðar í þeim tilgangi. Tilgangur forvarnaprófana er að sjá hvort verkir og röng hreyfimunstur séu til staðar til að hægt sé að grípa inn í með það að markmiði að leiðrétta þau.
    Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort stoðkerfiseinkenni og fyrri meiðsli hefðu áhrif á niðurstöður úr endurbættu níu þátta skimunarprófi. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 48 handknattleikskonur úr fimm liðum í efstu deild kvenna í handknattleik á Íslandi. Þátttakendur svöruðu spurningalista um stoðkerfiseinkenni og fyrri meiðsli auk þess sem þeir fóru í gegnum endurbætt níu þátta skimunarpróf.
    Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar voru þær að þeir þátttakendur sem áttu við meiðsli að stríða þegar mælingar fóru fram skoruðu marktækt lægra en þeir sem ekki áttu við meiðsli að stríða á þeim tímapunkti (p<0,05). Hins vegar var ekki marktækur munur á heildarskori né skori úr hverju prófi fyrir sig hjá þátttakendum sem höfðu sögu um ökklameiðsli, hnémeiðsli, meiðsli í mjóbaki/mjaðmagrind eða axlarmeiðsli og þeim sem ekki höfðu sögu um svipuð meiðsli.
    Þrátt fyrir að niðurstöður hafi ekki verið mjög marktækar er prófið einfalt og þægilegt í framkvæmd og metur vel ýmsa þætti eins og stöðugleika, styrk, samhæfingu og jafnvægi í ákveðnum hreyfingum og er nauðsynlegt að rannsaka það og notagildi þess frekar.

  • Útdráttur er á ensku

    Sports injuries are one of the main concerns in sports and it is therefore extremely important to take preventive actions regarding injuries. These actions constantly play a bigger part in sports and various methods have been used to prevent injuries. The purpose of preventive testing is to see if pain and wrong movement patterns are present so it is possible to take action in trying to correct these patterns.
    The intention of this research was to check if musculoskeletal symptoms and previous injuries would affect the results from an improved version of nine-test screening battery for athletes. Participants in the research were 48 handball players from five teams in the Women´s Premier Handball League in Iceland. Participants answered a list of questions about musculoskeletal symptoms and previous injuries as well as going through the improved version of nine-test screening battery for athletes.
    Main results of this research were that participants that were injured at the time of the testing scored significantly lower than those that did not suffer any injuries at the time of the testing (p < 0,05). However, there was no significant difference in scores of participants that had a history with ankle injuries, knee injuries, injuries in the lower back/pelvis or shoulder injuries from the scores of those who did not have history with similar injuries, neither in the total scores nor the scores from each of the tests.
    Even though the results did not prove to be significant, the test is simple and easy to execute and assesses various factors such as stability, strength, coordination and balance in certain movements and it is necessary to explore the test further along with its utility.

Samþykkt: 
  • 17.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerd sba.pdf2,34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna