is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1513

Titill: 
  • Hreyfing barna : rannsókn á líkamlegu ásigkomulagi 9 ára barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru börn sem fengu skipulagða hreyfingu á leikskóla rannsökuð og börn án slíkrar hreyfingar á leikskóla höfð til samanburðar. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Er munur á líkamlegu ásigkomulagi 9 ára barna sem fengu skipulagða hreyfingu í leikskóla og 9 ára barna sem ekki fengu skipulagða hreyfingu í leikskóla? Til þess að fá svar við spurningu okkar þá gerðum við rannsókn á 9 ára börnum sem voru á heilsuleikskólanum Urðarhól ásamt einstaklingum úr Kársnesskóla og Snælandsskóla. Þátttakendur voru 60 talsins og voru mælingarnar teknar á þeim í íþróttum í skólanum. Einstaklingarnir voru rannsakaðir með nokkrum prófum sem við völdum. Prófin sem við notuðumst við í rannsókninni voru: hæð, þyngd, liðleiki, lóðrétt uppstökk, loftfirrt geta og fjölþrepa próf. Einnig var sendur út spurningalisti til foreldra barnanna þar sem var spurt um tegund af leikskóla, þ.e. almennur leikskóli eða heilsuleikskóli, og hvort barnið hafi stundað íþróttir utan leik- og grunnskólatíma. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að ekki var marktækur munur á neinum prófanna milli barnanna sem voru á heilsuleikskóla og hinna. Þessar niðurstöður koma okkur á óvart miðað við fræðin á bak við rannsóknina en við lögðum upp með tilgátu út frá fræðunum sem stóðst ekki.
    Lykilorð: Hreyfing barna, Urðarhóll.

Athugasemdir: 
  • Íþróttabraut
Samþykkt: 
  • 27.6.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hreyfingbarna.pdf440.93 kBLokaðurHeildartextiPDF