is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15130

Titill: 
 • Hjálpleg samskipti við aðstandendur við lífslok ástvinar: Fræðileg samantekt.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Flestir verða fyrir þeirri erfiðu lífsreynslu að missa einhvern kærkominn. Algengt er að aðstandendur hafi mikil samskipti við hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn í aðdraganda andláts. Rannsóknir hafa sýnt að slík samskipti hafa veruleg áhrif á líðan aðstandenda. Því er mikilvægt að varpa ljósi á eðli vandaðra samskipta milli heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda er lífslok nálgast.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að varpa ljósi á eðli og inntak hjálplegra og árangursríkra samskipta hjúkrunarfræðinga við aðstandendur við lífslok ástvinar. Slík samantekt gæti gagnast hjúkrunarfræðingum í erfiðum aðstæðum. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvert er æskilegt innihald samskipta við aðstandendur við lífslok nákomins einstaklings? Hvernig geta samskipti stutt við sorgarferli aðstandenda í tengslum við lífslok? Hver er afstaða hjúkrunarfræðinga til samskipta við aðstandendur við lífslok? Hvaða þættir hafa áhrif á hæfileika hjúkrunarfræðinga til að sinna þessum samskiptum? Leitað var í eftirfarandi gagnasöfnum: PubMed, Scopus, Google Scholar, Science Direct, EBSCOhost, UpToDate, Hirslu og notuð voru leitarorðin: samskipti, lífslok, aðstandendur, missir, stuðningur, hjúkrunarfræðingar og þjálfun.
  Niðurstöður samantektarinnar sýndu að algengt er að hjúkrunarfræðingar telji sig eiga erfitt með að átta sig á hvernig best sé að haga samskiptum við aðstandendur við lífslok ástvinar. Þarfir aðstandenda eru fjölþættar og aldrei er hægt að mæta þeim öllum. Aftur á móti er hægt að auka þekkingu hjúkrunarfræðinga á því hvað er gagnlegt og hvað ber að varast í samskiptum við aðstandendur.
  Lykilorð: samskipti, lífslok, aðstandendur, stuðningur, þjálfun

 • Útdráttur er á ensku

  Loosing someone dear is an distressful experience most induviduals come across. During the time before the loved ones passing, it is very common that relatives communicate frequently with nurses and other healthcare staff. Studies have shown that communications have significant effect on relatives well-being. There for it is important to shed some light on the nature of quality communications between health care staff and relatives when end of life approaches.
  The purpose of this systematic review is to shed a light on the nature and content of helpful and effective communication between nurses and relatives at loved ones´ end of life. That kind of review could benefit nurses in complex situations. The goal is to seek answers to the following questions: What is the desirable content of communications with relatives at loved ones´end of life? How communication can support relatives bereavement period? Where do nurses stand on the matter on communicating with relatives at end of life? What aspects influence nurses abilities to attend these communications? In the search for answers, the following databases where used: PubMed, Scopus, Google Scholar, Science Direct, EBSCOhost, UpToDate, Hirslu. Using the following keywords: communication, end-of-life, relatives, bereavement, support, nurses and training.
  The results of the summary showed that it is common that nurses feel it is difficult to realise the best way to arrange communications with relatives at loved ones´end of life. Relatives have multiple needs and they will never be adequately met. However, increasing nurses knowledge on what is beneficial and what to avoid when communicating with relatives, is possible.
  Keywords: Communication, end-of-life, relatives, bereavevement, training.

Samþykkt: 
 • 17.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf471.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna