Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15132
Reglulega heyrast raddir í þjóðfélaginu um stöðu námsgreinarinnar tónmenntar í íslenskum grunnskólum. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér er greint frá var að draga upp mynd af útbreiðslu tónmenntakennslu og aðstæðum til kennslunnar. Tekin voru viðtöl við skólastjóra í níu af hverjum tíu skólum á landinu öllu auk nítján starfandi tónmenntakennara. Skoðaðar voru námskrár, lög og reglugerðir um námsgreinina aftur í tímann í þeim tilgangi að gera grein fyrir þróun hennar. Niðurstöður leiddu í ljós að tónmennt hefur verið vaxandi þáttur í skólastarfi í íslenskum skólum síðastliðna áratugi. Þar sem tónmennt er kennd eru aðstæður til kennslunnar víða góðar. Í ljós kom að í skólum sem ekki bjóða upp á kennslu í tónmennt vantar talsvert upp á aðstæður til slíkrar kennslu og gæti það skýrt að hluta hvers vegna þessir skólar eiga erfitt með að ráða til sín tónmenntakennara. Rætt er um mikilvægi þess að skoða nýjar leiðir til að efla hlut tónlistar í menntun grunnskólabarna.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
4_helga1.pdf | 305.39 kB | Open | Heildartexti | View/Open |