is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15134

Titill: 
  • Þáttur ráðgjafar í samstarfi leikskólakennara og foreldra
Útgáfa: 
  • 2008
Útdráttur: 
  • Hér er greint frá rannsókn sem gerð var meðal leikskólakennara. Markmiðið var að afla upplýsinga um samstarf leikskólakennara og foreldra með áherslu á þátt ráðgjafar við foreldra en tvær nýlegar íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að foreldrar telja sig þurfa stuðning og ráðgjöf í uppeldishlutverkinu. Rannsóknin hófst með því að tekin voru viðtöl við þrettán leikskólakennara í Reykjavík vorið 2006 um samstarf þeirra við foreldra. Eftir greiningu á viðtölunum voru spurningalistar sendir til 147 leikskólakennara í Reykjavík og á landsbyggðinni þar sem einkum var spurt um ráðgjöf til foreldra. Niðurstöður sýna að ráðgjöf er snar þáttur í starfi leikskólakennara og að foreldrar virðast hafa vaxandi þörf fyrir ráðgjöf. Ráðgjöfin tengist einkum aga, þroska barna og almennri umönnun þeirra. Þátttakendur telja að foreldrar séu oft óöruggir í að setja börnum sínum mörk á sama tíma og agavandi hafi farið vaxandi. Þeir finna fyrir auknum tímaskorti foreldra og að kröfur þeirra til leikskóla og leikskólakennara hafi aukist. Að mati þátttakenda búa leikskólakennarar yfir sérfræðiþekkingu á uppeldi ungra barna sem gæti skýrt hvers vegna foreldrar leita ráðgjafar hjá þeim.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2008; 5: s. 77-91
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 17.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
5_jonina_solveig1.pdf284.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna