is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15135

Titill: 
 • Íslensk þýðing og þáttabygging CTI : mat á hamlandi hugsunum í ákvarðanatöku um nám og störf
Útgáfa: 
 • 2008
Útdráttur: 
 • Bandarískur spurningalisti, Career Thoughts Inventory (CTI), metur hamlandi hugsanir við ákvarðanatöku um nám og starf. Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika
  og notagildi CTI meðal íslenskra háskólastúdenta. Var listinn þýddur yfir á íslensku og lagður fyrir 314 almenna háskólastúdenta og 93 ráðþega Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands (NSHÍ). Áreiðanleiki íslenskrar útgáfu CTI og þriggja undirkvarða hans var viðunandi og sambærilegur við áreiðanleika upprunalegu útgáfunnar. Þáttagreining leiddi í ljós að þáttabygging var aðeins að hluta til sambærileg við þá bandarísku. Ráðþegar reyndust þó hærri en almennir stúdentar á öllum kvörðum. Niðurstöður sýna að hægt er að nota listann í heild við mat á hamlandi hugsunum og að hann greinir á milli þeirra sem leita ráðgjafar og annarra en skoða þarf þáttabyggingu hans og einstök atriði nánar með tilliti til íslensks veruleika. Niðurstöður benda þannig til að heildarniðurstöður á CTI-matslistanum geti nýst við endurskipulagningu á þjónustu náms- og starfsráðgjafar með
  aukinni áherslu á að meta vanda einstaklings við að taka ákvörðun um nám og starf

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2008; 5: s. 47-62
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 17.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15135


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3_maria_sif_jonina1.pdf228.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna