is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15138

Titill: 
  • Einelti og samskipti við fjölskyldu og vini meðal 6., 8. og 10. bekkinga
Útgáfa: 
  • 2009
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að nota gögn úr HBSC-rannsókninni (Health Behaviours in School-Aged Children) til að greina nákvæmlega algengi eineltis meðal drengja og stúlkna í 6., 8. og 10. bekk á Íslandi. Þá voru tengsl eineltis og samskipta barnanna við fjölskyldu og vini skoðuð. Þessi rannsókn er byggð á gögnum sem safnað var í íslenskum hluta HBSC-rannsóknarinnar á heilsu og lífskjörum skólabarna. Staðlaðir spurningalistar voru lagðir fyrir alla nemendur í sjötta, áttunda og tíunda bekk í febrúar 2006. Svör fengust frá 11.813 eða 88,3% heildarþýðisins. 1.020 nemendur (8,8%) sögðust vera þolendur eineltis, gerendur eða hvorutveggja; 10,4% drengja en 5,7% stúlkna. Strákar eru líka mun oftar gerendur en stúlkur; 4,4% á móti 1,7%. Þolendum fækkar hlutfallslega frá 6. upp í 10. bekk, en gerendum fjölgar. Margir nemendur sem eru bæði gerendur og þolendur eiga engin samskipti við móður eða föður. Þolendur eineltis eru ólíklegri en aðrir til að eiga besta vin en gerendur eineltis eru líklegastir til þess. Samskipti við feður eru lakari meðal nemenda sem eru annaðhvort einungis þolendur eða einungis gerendur eineltis en þeir sem bæði eru þolendur og gerendur virðast eiga auðveldustu samskiptin við feður. Samskipti við stjúpfeður eru almennt lakari en samskipti við feður og hlutfallslega lökust hjá þolendum eineltis. Nemendur sem ekki upplifa einelti eru líklegri en aðrir til að vera í góðu sambandi við móður sína. Samskipti við stjúpmæður eru yfirleitt lakari en samskipti við líffræðilegar mæður. Sama mynstur sést þó í samskiptum við stjúpmæður, þannig að þeir sem ekki upplifa einelti eru í betri samskiptum við stjúpmæður sínar. Bæði þeir sem eru einungis þolendur og þeir sem eru hvorutveggja, þolendur og gerendur, eiga lakari tengsl en aðrir við besta vin. Niðurstöðum rannsókna okkar svipar mjög til annarra rannsókna á Íslandi. Einelti er ekki algengt hér miðað við önnur lönd. Strákar eru
    frekar bæði þolendur og gerendur í einelti en stúlkur. Þolendum fækkar hlutfallslega með aldri en gerendum fjölgar. Þeir sem ekki tengjast einelti eru mun líklegri til að eiga í góðum samskiptum við foreldra og vini en hinir. Þeir sem eru einungis gerendur eineltis eru almennt félagslega sterkir og eiga í góðum samskiptum við bæði fjölskyldu og vini.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2009; 5: s. 15-26
ISSN: 
  • 1670-5548
Tengd vefslóð: 
  • http://fum.is/wp-content/uploads/2010/11/2_arsall_%C3%BEoroddur1.pdf
Samþykkt: 
  • 17.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2_arsall_þoroddur1.pdf140.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna