en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15143

Title: 
 • Title is in Icelandic HIV og brjóstagjöf í Afríku sunnan Sahara. Fræðileg samantekt
 • HIV and breastfeeding in sub-Saharan Africa. Literature review
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hjúkrunarfræðingar sinna fjölbreyttum störfum við þróunarhjálp og eru oft á tíðum í nánum samskiptum við skjólstæðinga sína. Í Afríku sunnan Sahara er tíðni HIV sýkinga hæst á heimsvísu og smitast þar flest börn af HIV árlega. Algengast er að börn smitist af HIV frá móður sinni; á meðgöngu, í fæðingu og með brjóstagjöf. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða tengsl HIV og brjóstagjafar í Afríku sunnan Sahara, ávinning
  brjóstagjafar fyrir móður og barn, áhrifaþætti og þróun ráðlegginga. Fjallað er um helstu leiðir til að fyrirbyggja smit frá móður til barns og greint frá helstu kostum þeirra og göllum.
  Alþjóða heilbrigðismálastofnun ráðleggur að ungbörnum HIV sýktra mæðra í þróunarlöndum sé ýmist gefin eingöngu brjóstamjólk samhliða andretróveirulyfjameðferð eða að forðast alla
  brjóstagjöf að uppfylltum sérstökum skilyrðum stofnunarinnar. Einnig er hægt að beita ýmsum aðferðum til að draga úr líkum á HIV smiti, svo sem hitameðhöndlun brjóstamjólkur, notkun staðgöngufæðis eða gjafabrjóstamjólkur úr brjóstamjólkurbanka eða frá skimaðri mjólkurfóstru.
  Mikilvægt er því að hjúkrunarfræðingar hafi góðan þekkingarfræðilegan grunn um málefni tengd HIV og brjóstagjöf sem til þess eru fallin að bæta heilbrigði og draga úr dánartíðni barna í Afríku sunnan Sahara.
  Lykilorð: Brjóstagjöf, fyrirbygging HIV smits frá móður til barns (PMTCT), hjúkrun, Afríka sunnan Sahara, ráðleggingar, þróunarhjálp.

 • Nurses work in numerous different roles in international aid work and are often in close contact with their clients. Sub-Saharan Africa has the highest HIV prevalence worldwide as well as the highest rates of HIV infections among children. Children most commonly become infected with HIV through mother-to-child transmission, which can occur during pregnancy, delivery or labour, or through breastfeeding. The purpose of this dissertation is to provide an overview of the connection between breastfeeding and HIV in sub-Saharan Africa, the benefits of breastfeeding for mother and child, influencing factors, and recent trends in international guidelines. Key strategies in decreasing mother-to-child transmission will be described, along with their main advantages and disadvantages. World Health Organization (WHO) currently recommends that HIV positive women either breastfeed and receive antiretroviral (ARV) interventions, or avoid all breastfeeding if certain conditions are met.
  Other methods to decrease risk of transmission through breastfeeding will be introduced, namely the use of expressed and heat-treated breast milk, and donor milk from either a
  recognized breast-milk bank or a tested HIV-negative wet-nurse.
  Therefore it is important that nurses obtain evidence-based knowledge in matters most likely to positively influence children’s health and survival in a sub-Saharan African setting.
  Keywords: Breastfeeding, preventing mother-to-child transmission (PMTCT), nursing, sub-Saharan Africa, guidelines, international aid work.

Accepted: 
 • May 21, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15143


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Audna og Sigrun - B.S. verkefni í hjúkrun.pdf765.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open