is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15145

Titill: 
  • Strandarkirkja : segull við ysta haf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Strandarkirkja í Selvogi hefur að geyma áhrifaríka sögu, sterka ímynd og mikið aðdráttarafl og hefur sérstöðu meðal kirkna vegna áheita. Hún stendur ein í kyrrðinni við ysta haf og dregur til sín fólk af ýmsum þjóðernum og frá ólíkum menningarheimum. Hún er tákngervingur fyrir staðinn, helgina, menninguna, arfleifðina og umhverfið og er viðkvæm auðlind sem þarf að fara varlega með ef farið verður í uppbyggingu ferðaþjónustu. Leitað verður svara við þeim spurningum hvort Strandarkirkja sé áfangastaður fyrir alla ferðamenn eða afmarkaðan hóp og hve mikilvæg er hún fyrir svæðið í heild. Hún gegnir margvíslegum hlutverkum sem sóknarkirkja og áheitakirkja, sem arfleifð og sögustaður og er kirkja sem fólki finnst það þurfa að hafa komið í. Umferð þangað hefur aukist eftir að Suðurstrandarvegurinn var opnaður og því er ástæða til að fylgjast með þróuninni svo hægt verði að bregðast við með einhverjum hætti ef þurfa þykir. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem tengjast kirkjunni á ólíkan hátt og voru þeir spurðir um upplifun þeirra af Strandarkirkju og viðhorf þeirra meðal annars til vaxandi ferðamannastraums á staðinn þar sem aðdráttaraflið er friður og ró.
    Lykilorð: Strandarkirkja áfangastaður áheit menning arfleifð

  • Útdráttur er á ensku

    Strandarkirkja in Selvogur provides a compelling story, a strong image, a great attraction and has a unique standard among churches for pledges. It stands alone by the ocean, attracting people of different nationalities and cultures. It is a symbol of the place, sacredness, culture, heritage, landscape and a fragile resource that needs caution in case of tourism development. This project will seek answers about Strandarkirkja as a destination for tourists with different backgrounds, expectations and interests and how important it is for the whole region. It has diverse role, of a parish church and sacred site, as a heritage and historical place and people often consider it as a must-see. The traffic has increased after the south coast road was opened so there is a reason to monitor the development and to be ready to respond if it‘s necessary. Interviews were conducted with four individuals involved with the church in different ways. They were asked about their experience of Strandarkirkja and their point of view for example the ever increasing tourism to this destination where the main attraction is peace and quiet.
    Keywords: Strandarkirkja destination pledge culture heritage

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15145


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Elín Finnbogadóttir.pdf2.85 MBOpinnPDFSkoða/Opna