Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15147
Ritgerðin fjallar um hvað felst í góðu aðgengi að ferðamannastöðum og hvaða þættir liggja meðal annars að baki skilgreiningunni á góðu aðgengi.
Til þess að nálgast viðfangsefnið voru fjórir þættir valdir sem höfundur þessarar ritgerðar taldi að varpa myndu sýn á skilgreiningu viðfangsefnis ritgerðarinnar.
Þættirnir sem um ræðir eru hindrun, hönnun, stýring og upplifun með tilliti til þess sem horft er á varðandi gott aðgengi að ferðamannastöðum í hugum fólks.
Valdir voru fimm einstaklingar til þátttöku í eigindlegri rannsókn um viðfangsefnið. Þau svöruðu öll tölvupósti sem sendur var til þeirra og innihélt rannsóknarspurningu ritgerðarinnar.
Framkvæmd var tilviksrannsókn á tveimur velþekktum ferðamannastöðum.
Niðurstöður úr þessum tveimur rannsóknum voru skoðaðar og bornar saman við fræðilegt efni ritgerðarinnar.
Niðurstaða ritgerðarinnar var að uppfylla þarf ákveðin viðmið um aðgengi með tilliti til mismunandi þarfa gesta. Í ljós kom að gott aðgengi getur verið huglægt mat ferðamannsins sem byggir á mörgum og misjöfnum þáttum sem geta bæði berið huglægir og áþreifanlegir.
Einnig kom í ljós að verndunarsjónarmið og uppbygging í sátt við umhverfið skiptir miklu máli við úrlausnir á málum sem snerta aðgengi.
Lykilorð: aðgengi, hindranir, hönnun, stýring, upplifun.
The paper focuses on what is good access to tourist attractions and what factors lie behind the definition of reasonable access.
In order to approach the subject, four factors were selected, which the author of this essay felt that would explain the definition of the subject in the essay.
The factors in question are barriers, design, controls and experience with respect to the terms on good access to destinations in the minds of people.Five individuals were selected to participate in a qualitative study on the subject. They all
answered emails being sent to them which included the research question on the thesis.
A Case study was conducted on two well-known tourist attractions.
Results from these two studies were examined and compared with the theoretical subject of the thesis.
The conclusion of the essay was that certain standards need to be fulfilled in terms with the different needs of guests. It turned out that good access can be a subjective assessment based
on the individual tourist and many variable subjective and tangible factors.It was also revealed that protection considerations and infrastructure in harmony with the
environment is important to resolve the issues of accessibility.
Keywords: accessibility, barriers, design, control, experience.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð 26. apríl 2013 Lokaskjal.Skemman.pdf | 791,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |