Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15148
Vinsældir tónlistahátíða hafa aukist til muna, þeim fjölgað og umfang þeirra er meira. Þessi stækkun hefur hrint af stað umræðu um álag á vinsælustu áfangastaðina en einnig hefur komið fram áhugi á að kanna áhrif hátíðarhalda á heimamenn og þá má sérstaklega nefna þolmörk þeirra. Í þessari ritgerð er skoðað hvað hægt er að gera til þess að áhrif slíkra hátíða sé sem jákvæðust á viðhorf heimamanna og til þess að ekki sé gengið á þolmörkin.
Viðfangsefni ritgerðarinnar er að kanna þolmörk íbúa Neskaupstaðar gagnvart rokkhátíðinni Eistnaflugi. Kannað verður hvort heimamenn upplifi gesti vera með yfirgang og hvort pirringur eða leiðindi komi fram í samskiptum heimamanna og gesta og hvort heimamenn verði varir við aukinn sóðaskap í tengslum við hátíðina. Notast var við megindlegar og eigindlegar rannsóknaraðferðir. Spurningalistar voru lagðir fram til þess að auðvelda höfundi að komast að niðurstöðu og einnig var tekið viðtal við stofnanda hátíðarinnar. Aðallega var notast við áreitisskala Doxeys, lífsferlislíkan Butlers og flokkun Krippendorfs á heimamönnum. Helstu niðurstöður eru að heimamenn upplifi sig jákvæða í garð hátíðargesta, þeir eru forvitnir þegar kemur að gestum og leitast við að þjónusta þá sem best.
Lykilorð: Þolmörk heimamanna, hátíðir, áfangastaður, áreitisskali og lífsferilslíkan.
Music festivals are getting more popular and more extensive than they were before. Because of that, concerns have arisen about how much destinations and now local people can handle of guest intrusion. People are trying to find out what they can do to
increase the carrying capacity of destinations while keeping locals satisfied.
The main subject of this project is finding out how locals in a small town on the east coast of Iceland called Neskaupstaður are handling the rock festival, Eistnaflug.
Another thing was to find out if the locals feel that the guests are rude and disrespectful to the locals. Qualitative and quantitative research methods were used.
Questionnaires were sent to twelve localsfor the author to analyse the resultsfrom it. The festival’s manager was interviewed to get an insight on how things work there. Doxey’s irritation index, Butler’s life cycle model, and how Krippendorf categorised
locals, results were analysed with income as a main variable. The main findings are that locals are quite happy about the festival; they strive to offer guests good service and are curious about them.
Keywords: Carrying capacity, local people, festival, destination and irritation index
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rokkhátíðin Eistnaflug - Þolmörk heimamanna.pdf | 1,09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |