is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15149

Titill: 
  • Unglingalandsmót UMFÍ. Samfélagsleg áhrif af mótshaldi íþróttaviðburða
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Íþróttaferðamennska er stór hluti af ferðamennsku í heiminum og eru íþróttaviðburðir undirtegund hennar. Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í annað skiptið á Hornafirði í sumar en mótið var einnig haldið á staðnum árið 2007. Fyrir mótið 2007 áttu sér stað mikil uppbygging íþróttamannvirkja á staðnum sem hefur haldið áfram síðan þá. Meginmarkmið rannsóknar var að greina samfélagsleg áhrif af íþróttaviðburðum á borð við Unglingalandsmót UMFÍ fyrir lítil bæjarfélög. Í rannsókninni var stuðst við eigindlegar rannsóknaraðferðir þar sem hálf stöðluð viðtöl voru tekin við sex einstaklinga sem allir tengjast Unglingalandsmóti UMFÍ á einn eða annan hátt. Áhersla var lögð á að fá viðmælendur með mismunandi sjónarhorn til þess að meta betur áhrif viðburðarins. Niðurstöður leiða í ljós að Unglingalandsmótið eigi stóran þátt í uppbyggingu íþróttamannvirkja á Hornafirði, einnig leiddi mótshaldið að mati viðmælenda af sér öflugra og fjölbreyttara íþróttalíf á svæðinu. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að íþróttaviðburðir hafa víðtæk áhrif á þeim svæðum þar sem þeir eru haldnir. Slíkir viðburðir auka meðal annars sjálfsmynd íbúa og samvinnu þeirra auk þess að styrkja ferðaþjónustu og bæta ímynd staðarins.

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15149


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð - Sindri.pdf517.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna