Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15152
Mikilvægi ferðaþjónustu fyrir íslenskt efnahagslíf hefur aukist til muna undanfarin ár. Náttúra landsins er eitt helsta aðdráttaraflið og nýtur hálendi Íslands jafnmikilla vinsælda. Hálendi Íslands er viðkomustaður margra ferðamanna en helsta aðdráttarafl þess felst í fjölbreyttu landslagi og ósnortnu víðerni.
Í þessari BA-ritgerð er fjallað um aðgengilega ferðaþjónustu almennt á Íslandi og aðgengi fatlaðra að hálendi Íslands. Markmiðið er að draga fram hvað er aðgengileg ferðaþjónusta og meta með hvaða hvaða hætti hægt er að bæta aðgengi fatlaðra innan íslenskrar ferðaþjónustu. Hugtakið fötlun nær yfir stóran hóp, en í þessu verkefni verður áhersla lögð á það fólk sem er með hreyfihömlun af einhverju tagi en þó notað orðið fatlaður með skilgreininguna á hreyfihömlun að leiðarljósi.
Rannsóknin var unnin úr fyrirliggjandi gögnum. Niðurstöðurnar eru einkum settar í samhengi við fræði, kenningar, alþjóðasáttmála, lög og reglugerðir, enda þótt hægt sé að nálgast viðfangsefnið frá fleiri hliðum.
Helstu niðurstöðurnar eru þessar:
• Aðgengileg ferðaþjónusta (e.accessible tourism) er að auðvelda fólki að ferðast og upplifa ferðalög án þess að mæta hindrunum.
• Aðgengi fatlaðra á ferðaþjónustu hérlendis fer batnandi.
• Stjórnvöld og aðrar stofnanir eru farin að gera sér grein fyrir því að fatlaðir vilja ferðast.
• Íslenskir ferðaþjónustu aðilar eru e.t.v. ekki í stakk búnir til að þjónusta fatlaða.
• Hindranir má yfirstíga með auðveldum hætti.
Lykilorð: Aðgengileg ferðaþjónusta, hreyfihömlun, fötlun, aðgengi, hálendi Íslands
The importance of tourism for the icelandic economy has increased significantly over the last years. The country´s nature is the main attraction, along with Iceland´s highlands which attracts people with its diverse landscape and wilderness.
This bachelor´s thesis focuses on accessible tourism in general in Iceland and access for disabled people to the highlands. The main aim is to explain what accessible tourism really is and assess how access for disabled people can be improved. The term disabled is used over wide variety of disabled people, however in this thesis it is focused on people with reduced mobility of some sort.
Available data and sources were used for the study. The conclusion is mainly put in coherance to studies, theories, international conventions, law and regulations, although the subject can easily be approached from other angles as well.
The main conclusions are as follows:
• Accessible tourism focuses on allowing people to travel by overcoming obstacles.
• Access for disabled people to tourism is improving in Iceland.
• The government has started to realize that disabled people want to travel.
• Icelandic tourist agencies are not likely to be able to provide sufficient service to disabled people.
• Obstacles can often easily be overcome.
Keywords: Accessible tourism, reduced mobility, disability, access, highlands.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Aðgengi fatlaðra; Hagsmunamál í íslenskri ferðaþjónustu.pdf | 633.12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |