Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15154
Verkefni þetta fjallar um að hefja uppbyggingu og rekstur sjálfbærrar ferðaþjónustu í Núpskötlu á Melrakkasléttu í sátt við náttúru, umhverfi og íbúa. Núpskatla er jörð í einkaeigu við Rauðanúp nyrst á Melrakkasléttu og raunar á meginlandi Íslands. Ferðamönnum sem koma í Núpskötlu hefur fjölgað jafnt og þétt á undanförnum árum án þess að þar sé nokkur ferðaþjónusta til staðar.
Hugmyndin er annars vegar að nýta umhverfið og náttúrulegt aðdráttarafl staðarins til að laða enn frekar að ferðamenn sem bera virðingu fyrir slíkum eiginleikum, veita þeim gæða þjónustu og eftirminnilega upplifun. Hins vegar að minnast rithöfundarins og ljóðskáldsins Guðmundar Magnússonar (1873-1918) sem ólst að nokkru leyti upp í Núpskötlu.
Allt þetta fellur undir hugtakið geoferðaþjónusta sem þýðir ferðaþjónusta sem viðheldur eða bætir landfræðilega eiginleika áfangastaðar, það er umhverfi, menningu, fegurð, arfleifð og velferð íbúanna og leggur áherslu á sérkenni áfangastaðar og staðaranda.
Greinargerð þessi á að vera leiðbeinandi um hvaða atriði þarf að hafa í huga við undirbúning og skipulagningu sjálfbærrar ferðaþjónustu. Greinargerðin ásamt viðskiptaáætluninni og fylgigögnum er grundvöllur ákvarðana um framhald verkefnisins.
This project is about developing a sustainable tourism at Núpskatla in Melrakkaslétta in harmony with nature, the environment and the population. Núpskatla is a family owned farm close to Rauðinúpur on the northwest corner of Melrakkaslétta plain. Although the number of tourist arriving in Núpskatla has increased steadily in recent years, no services have been provided for them.
The idea is, firstly, to make an optimal use of the environment and the natural attraction of the place to further attract tourists who appreciate such features, provide them with quality service and a memorable experience. Secondly, to remember the writer and the poet Guðmundur Magnússon (1873-1918) who grew up partly in Núpskatla. This all falls under Geotourism, a concept which means tourism that sustains or enhances the geographical character of a place, its environment, culture, aesthetics, heritage and the well-being of its residents and emphasizes the distinctiveness of the locale and its „sense of place“.
This report aims to suggest what issues need to be considered in the preparation and planning of sustainable tourism. The report, the business plan and supporting documents are the basis for decisions on the continuation of the project.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA verkefni lokaskjal.pdf | 714.36 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
BA viðskiptaáætlun lokaskjal.pdf | 1.41 MB | Lokaður til...22.10.2118 | Viðskiptaáætlun |