is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15158

Titill: 
 • „Hvar er þjóðgarðurinn?“ : þolmörk innviða í þjóðgarðinum Snæfellsjökli
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Uppbygging innviða á fjölförnum ferðamannastöðum er forsenda þess að hægt sé að taka á móti þeim ferðamönnum sem ferðast um Ísland ár hvert og þar er þjóðgarðurinn Snæfellsjökull engin undantekning. Það er mikilvægt að stjórnvöld vinni að uppbyggingu þjóðgarða með það að leiðarljósi að verndun og nýting svæða fari saman. Því þarf öll uppbygging innviða að miðast við að vernda náttúru og að uppfylla þær þarfir sem ferðamaðurinn hefur.
  Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort þolmörkum innviða í þjóðgarðinum Snæfellsjökli sé náð. Með rannsókninni er reynt að átta sig á því hvort uppbygging innviða og skipulag sé í takt við þá ferðamennsku sem þróast hefur í þjóðgarðinum. Rannsóknarsvæðið er fyrst og fremst þjóðgarðurinn Snæfellsjökull en farið er út fyrir þau mörk þegar fjallað er um, samgöngur, gistingu og veitingar.
  Helstu niðurstöður eru þær að þolmörkum innviða sé víða náð og nauðsynlegt er að bregðast hratt við til að þjóðgarðurinn uppfylli þær kröfur sem til hans eru gerðar.
  Æskileg framtíðaruppbygging innviða í þjóðgarðinum Snæfellsjökli ætti að vera sú að tekið sé tillit til náttúrunnar í hvívetna og einnig að þjóðgarðurinn þjóni öllum gestum sem hann heimsækja á viðunandi hátt.
  Lykilorð:
  Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, þolmörk, innviðir, þjóðgarður, ferðamenn.

 • Útdráttur er á ensku

  The development of infrastructure within well travelled tourist areas is the premise for accommodating all the tourists that travel around Iceland each year and Snæfellsnes National Park is no exception. It is essential that the conservation and the utilization of areas concur in national parks. All infrastructure needs to be based on the necessity of preserving nature as well as accommodating the tourists needs.
  The research objective is to explore whether the carrying capacity of its infrastructure has been reached in Snæfellsnes National Park. The study examines if the development of infrastructure and organization suit the advancement of tourism in the national park. The area of research is primarily Snæfellsnes National Park but a wider area will be covered regarding: transportation, accommodation and catering.
  The research main results are that the carrying capacity of infrastructure has widely been reached and it is crucial to react quickly for the National Park to fulfill its responsibility.
  Preferable future development of the infrastructure in Snæfellsnes National park should focus on preserving nature in every possible way and sufficiently serve all of its visitors.
  Keywords:
  Snæfellsnes National Park, carrying capacity, infrastructure, national park, tourists.

Samþykkt: 
 • 21.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð (Þolmörk innviða í þjóðgarðinum Snæfellsjökli) Loka loka skjal.pdf1.89 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna