Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15160
Ferðaþjónusta í dreifbýli hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár og áhugi á fáförnum slóðum aukist. Í Grímsey, sem er lítil eyja út fyrir mynni Eyjafjarðar hefur ferðaþjónusta verið að
aukast jafnt og þétt, en ferðaþjónustan sem atvinnugrein er ung þar eins og víðar í dreifbýli Íslands. Meginmarkmið með þessari ritgerðar var að komast að því hver staða Grímseyjar væri sem ákjósanlegur áfangastaður. Til að komast betur að þeim viðhorfum og skoðunum á ferðaþjónustu í Grímsey voru tekin viðtöl við 10 einstaklinga sem koma að ferðaþjónustu í eyjunni á einn eða annan hátt. Eru niðurstöður viðtalanna fléttuð saman við fræðin með því að taka fyrir hugmyndir Gunn’s um uppbyggingu ferðamannastaða og lífskúrfu Butlers um þróun ferðamannastaða og er staða Grímseyjar borin saman við fræðin.
Helstu niðurstöðu sýna að Grímsey stendur vel að vígi þegar kemur að ferðamennsku, viðmælendur voru mjög jákvæðir fyrir aukningu ferðamanna og margt er í bígerð fyrir ferðamenn. Helstu vandamál sem þarf að takast á við eru annars vegar hvernig hægt er að lengja dvalartíma ferðamanna og hins vegar hvernig leysa á húsnæðismál fyrir aðflutt starfsfólk.
Lykilhugtök: Ferðaþjónusta í dreifbýli, áfangastaður, þróun áfangastaða, aðdráttarafl, Grímsey
Rural tourism has been a growth sector in the past few years and interest in less travelled destinations has been on the increase. In Grímsey, a small island just offshore from Eyjafjörður, the tourism has increased year by year, but tourism as an industry is young there similarly to many other destinations in rural Iceland. The main goal with this essay was to define Grímsey's position as a desirable destination. To find out more on the attitude towards
tourism in Grímsey 10 interviews were taken with individuals that are connected with tourism on the island in one way or another. The resulting interviews were intertwined with tourism
information and facts and with the ideology of Gunn on supporting the building up of tourist destinations and Butlers life cycle on developing tourist destinations and the position of Grímsey is compared with the theories. The prominent consensus shows that Grímsey as a destination is held with great regard when it comes to tourism, the interviewee's were very positive with regards to increasing tourist traffic to the island and many things are being
organized for tourists there. The largest obstacles that need addressing are how to lengthen the stays of tourists on the island on the one hand and how to solve housing problems for seasonal
staff on the other.
Keywords: Tourism in rural area, destination, destination development, attraction, Grimsey.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð Grímsey sem áfangastaður ferðamanna (5).pdf | 878,02 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |