Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15161
Þar sem sífellt fleiri ferðast til Íslands og leggja leið sína í Friðland að Fjallabaki er nauðsynlegt að huga að aukinni náttúruvernd og stýringu ferðamanna til þess að hlífa viðkvæmri náttúru svæðisins. Það liggur í augum uppi að með stigvaxandi fjölda ferðamanna munu vandamál vegna ágangs þeirra aukast í friðlandinu. Helst þarf að huga að Landmannalaugum sem eru vinsælasti áfangastaður ferðamanna á hálendi Íslands og sá fjölsóttasti innan friðlandsins. Þessi aukning á ferðamönnum innan friðlandsins er þegar farin að hafa umtalsverð áhrif á svæðið. Því þarf að byggja upp innviði, bæta stýringu og auka fræðslu gesta í Landmannalaugum. Þetta þarf að gera með það að sjónarmiði að sem minnst rask verði á náttúru svæðisins en að upplifun og aðgengi ferðamanna verði bætt.
Með verkefninu er ætlunin að greina hvað betur má fara og gera tillögu að aukinni fræðslu og náttúrutúlkun í Friðlandi að Fjallabaki með það að markmiði að bæta stýringu gesta og virðingu þeirra fyrir náttúrunni. Ekkert handrit er til að náttúrutúlkun fyrir landverði í Friðlandi að Fjallabaki. Í þessu verkefni verður leitað svara við því hvar er vænlegast að stunda náttúrutúlkun ásamt því að útbúa handrit að náttúrutúlkun sem landverðir í friðlandinu geta stuðst við.
Lykilorð: Náttúruvernd, Landmannalaugar, Friðland að Fjallabaki, Náttúrutúlkun, Ferðamennska.
Tourism is growing in Iceland with increased number of visitors travelling to the Fjallabak nature reserve. It is necessary to consider increased conservation and tourism management to
protect the sensitive nature of the area. It is evident that with raising number of tourists, problems due to tourist encroachment will increase in the nature reserve. Landmannalaugar needs special attention since it is the most popular tourist destination in the Icelandic highlands and most visited within the reserved area. This increase in tourism within the nature reserve is already having a significant impact on the area. There is a need for better infrastructure, improved management and to increase information to visitors in Landmannalaugar. This has to be done with minimal disruption of the natural area but with improvement to the tourist experience and accessibility.
The project aims to identify what can be improved and make a recommendation to increase education and nature interpretation in the Fjallabak nature reserve with the aim to improve the
management of visitors and their respect for nature. There is no script for nature interpretation for park rangers in the Fjallabak nature reserve. This project will seek answers on where it is best to conduct nature interpretation as well as to create a script for nature interpretation to be used by park rangers in the reserve.
Keywords: Nature Conservation, Landmannalaugar, Fjallabak Nature Reserve, Nature interpretation, Tourism.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA verkefni_Fridland ad Fjallabaki Valdimar Kristjansson loka.pdf | 1,39 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |