Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15167
Í þessari ritgerð er fjallað um matarviðburði, hver markmið og ávinningur þeirra er og hvaða þættir spila þar inn í. Matarviðburðir eru rannsakaðir út frá framboðshlið og þeir viðburðir sem teknir eru fyrir í þessari ritgerð hafa það sameiginlegt að standa skemur en einn sólarhring og eru allir staðsettir á landsbyggðinni. Matarviðburðir geta haft margbreytileg áhrif á umhverfið og samfélagið. Markmið verkefnisins er að skoða hvort markmiðin sem hagsmunaaðilar setja sér fyrir matarviðburðinn skili sér í raunverulegum ávinningi og hvort það sé samræmi á milli þeirra markmiða sem sett eru og hugsanlegs ávinnings. Til að geta greint það voru viðtöl tekin við hagsmunaaðila og fyrirliggjandi gögn skoðuð. Þrátt fyrir að markmiðasetning hafi ekki verið lík milli viðburða kom í ljós að ávinningur var af öllum viðburðum, þó mismikill væri. Niðurstöður sýndu þó að sterk markmiðasetning skilaði sér í góðum ávinningi.
Lykilorð: Viðburður, matarviðburður, markmið, ávinningur.
This essay focuses on food events, their goals and what can be gained from them. Food events are researched from the supply side and the events that are focused on in this essay all have
that in common that their duration is one day and they are all situated in sparsely populated areas. Food events can have diverse impact on their environment and nearby community.
The goal with this project was to see if the goals set by the stakeholders for each food event was reached and if and what benefits they leave behind them. In order to research this fully
interviews were conducted and existing data examined. Even though the goal setting differs between the four events examined in this essay it turns out that each one gained some benefits, but it differs between events how great these benefits were. The results clearly show that strong goal setting results in benefits gained.
Key words: Event, food event, goal, benefit.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hver eru markmið og ávinningur matarviðburða.pdf | 1 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |