is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15168

Titill: 
  • Vöðvavirkni aftanlærisvöðva hjá íþróttakonum eftir fremra krossbandsslit. Vöðvarafritsmæling rannsóknar- og samanburðarhóps við framkvæmd triple crossover hop for distance stökkprófs
  • Titill er á ensku Muscle activity in hamstring muscle in women athletes after anterior cruciate ligament tear. Electromyographical measurement on control and comparison group carrying out triple crossover hop for distance test
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Styrkur aftanlærisvöðva, eftir sinatöku fyrir endurgerð á fremra krossbandi, hefur verið töluvert rannsakaður. Aftur á móti hefur sértæk virkni vöðva lítið verið skoðuð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni aftanlærisvöðva við framkvæmd stökkprófs á öðrum fæti hjá íþróttakonum sem gengist hafa undir aftanlærisígræðslu (HG) eftir fremra krossbandsslit. Átján íþróttakonur með HG ígræðslu (rannsóknarhópur (RH)) og 18 aðrar, sem valdar voru út frá RH, og höfðu ekki slitið fremra krossband (samanburðarhópur (SH)) tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur gengust undir vöðvarafritsmælingar með yfirborðselektróðum við framkvæmd triple crossover hop for distance (TCT) stökkprófs. Tveir vöðvar voru mældir á hvorum fæti (hálfsinungsvöðvi og lærtvíhöfði) og var söfnunartíðni 1600 Hz. Merkið var síað og kvarðað með því merki sem fékkst við hámarks ísómetrískan samdrátt (MVIC) og fjölþátta dreifnigreining (ANOVA) var notuð til að reikna tölfræðilegan mun á breytum þátttakenda (skorinn/óskorinn fótleggur, vöðvar, stökkþættir 1 og 2 og hópar). Þátttakendur svöruðu tveimur spurningalistum, KOOS og KOS-ADLS, auk þess sem mælingar á líkamsbyggingu (PW/FL) voru bornar saman. Helstu niðurstöður sýndu marktækan mun á einum undirþætti KOOS er sneri að einkennum. Hvorki var marktækur munur á öðrum þáttum KOOS né á útkomu KOS-ADLS. Munur var á meðaltalsvöðvavirkni í aftanlærivöðvum í stökkþáttum 1 og 2, óháð því í hvorum hóp þátttakandi var, og marktæk víxlhrif fundust á vöðvavirkni í aftanlærisvöðvum á milli stökkþátta 1 og 2 (p<0,05). Marktæk víxlhrif fyrir vöðva og fótlegg, milli hópa (p<0,05) fundust einnig. Niðurstöðurnar sýna að RH virkjar aftanlærisvöðvana öðruvísi heldur en SH í stökkþáttum 1 og 2 en virkjunin er einnig mismunandi á milli fótleggja í báðum hópum. Athugun á víxlhrifum fótleggja og stökkþátta, milli hópa sýnir að RH og SH virkja aftanlærisvöðva ólíkt milli fótleggja og á milli hópa.

Samþykkt: 
  • 21.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15168


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna