is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15169

Titill: 
 • Blóðsýkingar af völdum miðbláæðaleggja á gjörgæsludeildum Landspítala
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Blóðsýking er þriðja algengasta spítalasýking hjá gjörgæslusjúklingum sem getur meðal annars komið við notkun á miðbláæðaleggjum. Rannsóknir sýna að blóðsýkingum fylgi lengri legutími, aukinn kostnaður, aukin tíðni sýklasóttar og hærri dánartíðni.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tíðni blóðsýkinga út frá miðblæáæðaleggjum á gjörgæsludeildum Landspítala Háskólasjúkrahúss, ásamt því að skoða áhættuþætti, fylgikvilla og fyrirbyggjandi þætti blóðsýkinga. Gögnum var safnað framsýnt úr Sögukerfi á tímabilinu 1. nóvember 2012 til 1. febrúar 2013 og var blóðsýking greind með blóðræktun. Gögnum var safnað frá öllum sjúklingum, 18 ára og eldri, sem lögðust inn á gjörgæsludeild með einn eða fleiri miðbláæðaleggi eða fengu miðbláæðalegg meðan á gjörgæsludvöl stóð. Endapunktur á gagnasöfnun var þegar miðbláæðaleggur var fjarlægður, við andlát eða útskrift sjúklings af gjörgæsludeild. Þegar miðbláæðaleggur var fjarlægður eða sjúklingur útskrifaðist af gjörgæsludeild var blóðræktunum fylgt eftir í 48 klukkustundir.
  Heildarúrtak rannsóknarinnar samanstóð af 171 sjúklingi sem voru með alls 176 miðbláæðaleggi í 937 miðbláæðaleggjadaga. Ein blóðsýking greindist á rannsóknartímabilinu og var heildartíðni blóðsýkinga 1,07 á hverja 1000 miðbláæðaleggjadaga.
  Tíðni er lág samanborið við önnur lönd og má því áætla að á Íslandi sé stuðst við viðurkennd og gagnreynd vinnubrögð við meðhöndlun á miðbláæðaleggjum en þau vinnubrögð eru lykilatriði til að fyrirbyggja blóðsýkingar út frá miðbláæðaleggjum og ætti ávallt að nota við meðhöndlum á miðbláæðaleggjum.

 • Útdráttur er á ensku

  Bloodstream infection is the third most common healthcare-associated infection for critical ill patients which can develop from use of central venous catheters. Studies show that bloodstream infections can lead to longer hospital stays, increased cost, increased rate of sepsis and mortality.
  The aim of the study was to determine the frequency of central line–associated bloodstream infections in two intensive care units at Landspitali University Hospital and determine risk factors, complications and prevention of central line–associated bloodstream infection. Data was collected prospectively from Sogukerfi from November 1st. 2012 to February 1.st 2013 and central line–associated bloodstream infection was confirmed with blood cultures. Data was collected from all patients, 18 years and older, whom where admitted to the intensive care units having one or more central venous catheter or had one administered while staying in the intensive care unit. The collection of data ended when central venous catheter was removed, death occurred or when the patient was discharged. When the central venous catheter was removed or the patient was discharged from the intensive care unit the blood cultures where followed for 48 hours.
  The total sample contained 171 patients which had 176 central venous catheters for a total of 937 catheter days. One central line–associated bloodstream infection was diagnosed and the total rate was 1,07 for every 1000 catheter days.
  The rate is low compared with studies from other countries therefore it can be assumed that in Iceland central venous catheter are handled with evidence based methods which are the key to prevent central line-associated bloodstream infections and should always be used when handling central venous catheters.

Samþykkt: 
 • 22.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15169


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Blóðsýkingar.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna