is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15170

Titill: 
  • Stefnur og straumar í framleiðslustjórnun: Aðferðum straumlínustjórnunar beitt á samsetningardeild Össurar hf.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið verkefnisins var að leggja fram tillögu að bættu flæði íhluta til samsetningardeildar Össurar hf. og flæði í gegnum ferli deildarinnar. Til að ná þessu meginmarkmiði var framkvæmd fræðileg rannsókn á framleiðslustefnum, -aðferðum og -kerfum og hún skoðuð og borin saman eftir t.d. eðli framleiðslu og umhverfis. Áhersla var lögð á að skoða hvernig innleiða mátti pull stefnu og hvaða mismunandi kerfi voru til staðar við þá innleiðingu. Að auki var skoðað hvernig blanda mátti saman JIT aðferðum sem falla beint undir pull stefnu og MRP kerfum sem falla undir push stefnu. Mismunandi framleiðslufyrirkomulögum var lýst og þau greind í tengslum við eðli framleiðslunnar.
    Samkvæmt fræðilegu greiningunni er straumlínstjórnun (e. Lean) eitt vinsælasta hugtakið innan fræða rekstrar- og framleiðslustjórnunnar en könnun og vettvangsheimsóknir sem framkvæmdar voru í verkefninu á íslenskum framleiðslufyrirtækjum styðja við það. Í könnuninni og vettvangsheimsóknunum þótti innleiðing 5S og sýnilegra árangursmælikvarða sérstaklega áberandi. Ákveðið var því að beita aðferðum straumlínustjórnunar í vettvangsrannsókninni hjá Össuri. Virðisstraumskortlagningu var beitt til að sjá flæði og þá einkum á innri ferli. Þá var sóun greind innan deildarinnar með að beita sjö tegundum sóunar Ohno og að lokum var framtíðarástand teiknað upp og umbótaverkefni listuð.
    Helstu niðurstöður voru þær að innleiða blandaða framleiðslustjórnun með pull flæði og ConWIP framleiðslustjórnunarkerfi alla leið í gegnum virðisstrauminn. Einnig var lagt til að fyrirkomulagi innan deildarinnar yrði breytt í sellufyrirkomulag með missveigjanlegar sellur og stofnaðir yrðu súpermarkaðir fyrir fullbúnar A vörur en lögð var áhersla á að þeir væru kvikir. Einnig voru lögð fram ýmis umbótaverkefni til að geta minnkað lotustærðir og þá helst verkefni sem sneru að framleiðsluskipulagi, stjórnun gallafrávika og styttingu uppsetningartíma.

Samþykkt: 
  • 22.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_lokaeintak2.pdf3.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna