is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15175

Titill: 
 • Innleiðing klínískra leiðbeininga um legástungur: Reynsla verðandi foreldra af upplýsingagjöf og framkvæmd við fylgjusýnitöku og legvatnsástungu
Skilað: 
 • Júní 2013
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða reynslu verðandi foreldra af upplýsingagjöf og framkvæmd fylgjusýnitöku og legvatnsástungu á Fósturgreiningadeild Landspítala Háskólasjúkrahús (LSH) í kjölfar innleiðingar klínískra leiðbeininga um fylgjusýnitöku og legvatnsástungu og jafnframt að meta hvort sá viðtalsrammi sem þróaður hefur verið nái yfir það efni sem fyrirhugað er að skoða. Rannsóknin er eigindleg forrannsókn. Tekin voru viðtöl við fjórar mæður/pör sem farið höfðu í fósturgreiningu og voru gögnin greind með innihaldsgreiningu.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að viðmælendur voru almennt ánægðir með fræðslu og framkvæmd fylgjusýnitöku og legvatnsástungu. Allar konurnar voru sammála því að það að fá niðurstöður í gegnum síma væri hentugt, hins vegar kom einnig fram sú ósk þeirra að vera boðið viðtal við heilbrigðisfagfólk í kjölfar símtalsins þar sem fræðslu var í sumum tilfellum ábótavant. Einnig kom fram að ákvörðunin um framhaldið, þegar fóstur greindist með litningafrávik, var alfarið þeirra og þær upplifðu ekki þrýsting af hálfu starfsfólks um að taka eina ákvörðun fram yfir aðra.
  Bið foreldra eftir því að komast í fósturgreiningu og/eða að fá niðurstöður úr þeim rannsóknum getur reynst foreldrum erfið og er algengt að þeir leiti að upplýsingum á veraldarvefnum. Tengist þetta að einhverju leiti ósk foreldra um meiri upplýsingar og svo virðist sem bæta megi aðgang foreldra að heilbrigðisstarfsfólki sem getur veitt þessar upplýsingar. Sá viðtalsrammi sem þróaður var, með tilgang rannsóknar í huga, virðist henta vel og telur höfundur að hann muni nýtast vel í rannsókn á efninu.
  Lykilorð: Fylgjusýnitaka, legvatnssýnitaka, klínískar leiðbeiningar, fræðsla

Samþykkt: 
 • 23.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15175


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Gróa.pdf859.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna