Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15182
Ferðaþjónusta er ein af helstu þjóðartekjum Íslendinga. Vaxandi samkeppni ríkir á sviði ferðaþjónustu og eru því kröfur um aukin gæði atvinnugreinarinnar á Íslandi nú meiri en áður. Meginmarkmið þessarar rannsóknar er að meta stöðu gæðamála í ferðaþjónustu á Íslandi með því að kanna viðhorf og væntingar hagsmunaðila til kerfisbundinna matskerfa á borð við Vakann, sem er nýlega stofnað gæðakerfi í ferðaþjónustu á Íslandi. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir og viðtöl tekin við sjö ferðaþjónustuaðila og stjórnsýsluaðila í ferðaþjónustu hér á landi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að auka þurfi meðvitund um mikilvægi gæða. Niðurstöðurnar sýna enn fremur að þjónustugæðum er ábótavant. Viðhorf hagsmunaaðila til gæðakerfa í ferðaþjónustu eru jákvæð, en vegna mikils annríkis í ferðaþjónustu gefa ferðaþjónustuaðilar sér ekki tíma til þess að sækja um aðild. Væntingar til Vakans eru almennt miklar og viðmælendur flestir á þeirri skoðun að hann henti vel fyrir ferðaþjónustuaðila sem eru að hefja rekstur, en þeir telja hins vegar að kröfur Vakans séu lágar fyrir reyndari fyrirtæki sem hafa verið lengur í ferðaþjónustu og hafa þar af leiðandi hærri kröfur hvað varðar gæði. Mestur áhugi á þátttöku í Vakanum er vegna markaðslegra tækifæra. Enginn marktækur munur var á viðhorfum ferðaþjónustuaðila og stjórnsýslu ferðaþjónustunnar í þessari rannsókn.
Tourism is a key industry in Iceland, playing a major role in the economy. Its growth has sparked fierce competition in the field, and has solidified its importance to the nation's global competitiveness. Demands for increased quality in the sector have never been more pertinent. The study delves into the insight, views and attitudes towards quality systems and expectations regarding Vakinn; the recently established quality system implemented in Iceland. Qualitative research methods were used to collect the data. Seven semi-structured interviews were taken with key players in Icelands tourism industry. Data gathered from these interviews indicated a lack of awareness of quality consciousness among tour operators in the industry as well as insufficient service quality and security of tourist in Iceland. The attitudes towards the idea and implementation of quality systems was overall positive. However, due to the sudden increase in the volume of tourists, tour operators have insufficient time to apply for membership with Vakinn or other quality systems. The expectations of Vakinn are generally positive and considered suitable for new businesses and tour operators. This is contrasted with established and experienced tourism companies who have found the requirements too low, and view the quality certification as a good marketing tool. In conclusion, increasing the awareness and highlighting the importance of quality is essential, and needs to be taken seriously by all parties involved in the tourism industry.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lára Aradóttir BS ritgerð.pdf | 598,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |