is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15185

Titill: 
 • Dreifing bergefna á Austurgosbelti Íslands
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að kanna nýjar aðferðir við að koma efnagreiningum bergsýna á framfæri með landupplýsingakerfi. Framsetning bergefnagreininga hefur í gegnum árin einkennst af gröfum og töflum tengdum einstökum eldstöðvum eða kerf- um. Ákveðið var að skoða gosberg á Austurgosbeltinu og dreifingu mældra frumefna innan þess. Austurgosbeltið var valið vegna mikils breytileika bergtegunda innan svæðisins. Þar er að finna gosberg frá öllum þremur bergröðum Íslands, þóleiísku-, milli- og alkalísku bergröðinni. Bergsýnin eru öll frá nútíma og síð-jökultíma og fengin úr Jaspis, berg- og steindagagnagrunni Náttúrufræðistofnunar Íslands. Not- ast var við landupplýsingakerfið ArcGIS frá ESRI sem er landupplýsingaforrit sem eru mikið notuð hér á landi.
  Niðurstöður sýndu að með brúunarreikningum (interpolation) þar sem notast er við Natural Neighbour aðferð má fá góða mynd af dreifingu bergefna á stóru svæði. Megineldstöðvar gosbeltisins voru auðgreinanlegar frá öðrum svæðum af sinni sér- stöku efnasamsetningu og á kortum sem sýna dreifingu efna kemur fram greinilegur breytileiki milli þóleiísku og alkalísku bergraðanna. Vankostir við þetta verkefni voru þeir að bergefnagreiningar sýna sem notast var við voru yfirleitt tengd mjög af- mörkuðum rannsóknasvæðum. Áreiðanlegri reiknilíkön fengjust með meiri dreifingu sýnatökustaða.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to explore new ways in displaying rock chemical analyses. Traditionally, analyses of rock samples have been presented in graphs and tables associated with individual volcanoes or volcanic systems. The Eastern Volcanic Zone was chosen as a test site and distribution of elements from analysed rock samples mapped within that site. The Eastern Volcanic Zone was chosen because of its diversity in rock composition. Within this volcanic zone all three igneous rock series of Iceland can be found, the tholeiitic- , alkalic- and transitional alkalic system. The rock samples used for this study are all from either the Holocene period or the Late-Pleistocene period. The project work was mainly done using programs from ESRI called ArcGIS which is a widely used geographical information system.
  Results showed that by using interpolation calculations called Natural Neighbour produces a good distribution image of rock elements over a wide area. The central volcanoes of the Eastern Volcanic Zone were very distinct from the element distri- bution images and in certain images there were very clear division lines between the tholeiitic and alkalic systems. Drawbacks in this study were mainly because of where the rock samples were gathered, some were very close between while others were far apart. This method would show the best results if rock samples could be obtained on a grid. Then a more reliable model could be computed.

Samþykkt: 
 • 24.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15185


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arna_dogg_bsverkefni2013.pdf7.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna