is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15188

Titill: 
 • Að lesa í merki ungbarna 0-3 mánaða: Fræðilegt yfirlit á eflingu öruggra tengsla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þekking á hæfileika ungbarna hefur fleygt fram, þau hafa strax við fæðingu getu til að sýna hvers þau þarfnast. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits var að kanna áhrif samskipta foreldra og ungbarna þeirra á eflingu öruggra tengsla og mikilvægi þess að kenna foreldrum að lesa í merki (cues) ungbarnsins.
  Að geta brugðist við þörfum ungbarnsins á viðeigandi hátt styrkir foreldra í foreldra-hlutverkinu og eykur sjálfsöryggi þeirra. Þetta hefur áhrif á tengslamyndun, en örugg tengsl eru mikilvæg fyrir þroska barnsins. Að lesa í merki ungbarna (Newborn behavioral observation (NBO)) er aðferð sem hjúkrunarfræðingar geta notað í samvinnu við foreldra 0-3ja mánaða ungbarna. Hjúkrunarfræðingar og foreldrar horfa á atferli ungbarnsins og lesa í sam¬einingu hvað það er að segja. Þannig geta þau kynnst styrkleikum barnsins og getu þess að láta vita hvers það þarfnast, hvort sem það óskar eftir samskiptum eða verja sig fyrir áreitum. En erfiðleikar og samskipta¬munstur fjölskyldunnar getur haft áhrif á tauga- og tilfinningaþroska barnsins.
  Hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd fylgjast reglulega með heilsu og framvindu á þroska barna. Þeir eru í tíðum samskiptum við foreldra og nýfædd börn þeirra og er mikilvægt að þeir finni þær fjölskyldur sem eiga í erfiðleikum með tengslamyndun eftir fæðingu og aðstoði við að styrkja samband foreldra og barns með aðferð eins og að að lesa í merki ungbarna.
  Lykilorð: ungbarnavernd, ungbörn 0-3ja mánaða, samskipti foreldra og barns, tauga- og tilfinningaþroski.

Samþykkt: 
 • 24.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Lokaritgerð.pdf308.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna