is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15190

Titill: 
 • Fjöláverkasjúklingar á bráðamóttöku. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Áverkar eftir slys eru leiðandi dánarorsök einstaklinga á aldrinum 5-44 ára. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í meðferð fjöláverkasjúklinga á bráðamóttöku. Hjúkrun fjöláverkasjúklinga á bráðamóttöku felur meðal annars í sér að framkvæma fyrri og seinni líkamsskoðun eins hratt og kostur er. Fylgikvillar eru algengir hjá fjöláverkasjúklingum, bæði tengt áverkum og búnaði sem notaður er við meðferð sjúklinga.
  Tilgangur verkefnisins er að varpa ljósi á hjúkrun fjöláverkasjúklinga á bráðamóttöku. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1) Hvað felst í fyrstu skoðun fjöláverkasjúklinga á bráðamóttöku? 2) Hvert er mikilvægi þess að þekkja áverkaferlið? 3) Hverju skiptir tími frá slysi þar til meðferð hefst fyrir fjöláverkasjúklinga? 4) Hverjir eru helstu fylgikvillar fjöláverka?
  Megin heimildaleit fór fram á rafrænum gagnasöfnun PubMed, Scopus og Sciencedirect.
  Helstu niðurstöður sýna að tíminn áður en meðferð hefst, skiptir miklu máli fyrir fjöláverkasjúklinga, einnig sá tími sem sjúklingar dvelja á bráðamóttöku. Rannsóknir sýna að vönduð líkamsskoðun í tengslum við greiningu á áverkaferlinu, myndgreining og þriðja líkamsskoðun stuðla að fækkun á ógreindum áverkum hjá fjöláverkasjúklingum. Rannsóknir sýna að hægt er að fækka fylgikvillum hjá fjöláverkasjúklingum með aukinni árvekni og notkun á viðeigandi meðferð snemma og þannig stuðla að betri útkomu fyrir fjöláverkasjúklinga.
  Hjúkrun fjöláverkasjúklinga er margþætt og krefjandi. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar búi yfir reynslu, innsæi og geti unnið undir álagi til að stuðla að sem bestri útkomu fyrir fjöláverkasjúklinga. Áhugavert væri að rannsaka reynslu og hlutverk hjúkrunarfræðinga á Íslandi við hjúkrun fjöláverkasjúklinga til samanburðar við erlendar rannsóknir.
  Lykilorð: Fjöláverkar, áverkaskoðun, fylgikvillar, leyndir áverkar, áverkastigun

 • Útdráttur er á ensku

  Physical trauma as a result of an accident is the leading cause of death for individuals aged 5-44. Nurses play a vital role in the care of polytrauma patients in the emergency department (ER). Nursing of polytrauma patients in ER involves for example primary and secondary survey of the patient, which must be executed as quickly as possible. Complications are common amongst polytrauma patients, which can be caused both by the injuries sustained as well as the equipment used in treating the patient.
  The purpose of this assignment is to shed light on the nursing related aspects of polytrauma patients in ER. The following inquiries were put forth: 1) What is involved in primary survey of polytrauma patients in ER? 2) How important is it to ascertain the mechanism of injury? 3) How important is the time from sustaining an injury until receiving treatment for polytrauma patients? 4) Which are the most common complications of polytrauma?
  The main body of sources is from the electronic data collections of PubMed, Scopus and Sciencedirect.
  The data indicates that time before treatment begins, is critical for polytrauma patients, as is the amount of time the patient spends in ER. Studies show that thorough physical examination to ascertain the mechanism of injury, x-ray diagnosis and tertiary physical survey, reduces the chance of missed injuries in polytrauma patients. Studies show that complications from polytrauma can be significantly reduced through careful vigilance, combined with early deployment of appropriate treatment, resulting in a more favorable outcome for the polytrauma patient.
  Nursing of polytrauma patients is both complex and demanding. It is important for the nurse to possess experience, insight and the ability to function under stress to be able to deliver the most favorable outcome for the polytrauma patient. It would be interesting to compare the experience and role of nurses in Iceland who are involved in treating polytrauma patients, to research conducted in other countries.
  Keywords: Polytrauma, trauma survey, complication, missed injuries, injury severity score.

Samþykkt: 
 • 24.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15190


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Lísa Finnbogad. Fjöláverkasjúklingar á bráðamóttöku.pdf733.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna