Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15192
Gjörhyglimiðuð hugræn meðferð (e. Mindfulness-based cognitive therapy; MBCT) er reist á sameiningu hugrænnar meðferðar og gjörhygliæfingum. Í þessari rannsókn var árangur gjörhyglimiðaðrar hugrænnar meðferðar metinn í blönduðum hópi dvalargesta á Heilsustofnun Hveragerðis. Þátttakendur voru 14 talsins, 12 konur og tveir karlar. Aldur þeirra var á bilinu 32 til 60 ára, meðalaldur var 51,14 ár (sf = 7,63 ár). Tilgáturnar voru annars vegar að kvíða-, streitu- og depurðareinkenni myndu minnka og hins vegar að gjörhyglifærni myndi aukast við þátttöku í meðferðinni. Mælingum var safnað með sjálfsmatsspurningalistum. Niðurstöður leiddu annars vegar í ljós lægri meðaltöl á kvíða-, streitu- og depurðarlistum að meðferð lokinni en reyndist sú breyting ekki vera tölfræðilega marktæk. Gjörhyglifærni jókst við þátttöku í meðferðinni og var sú aukning að mestu leyti tölfræðilega marktæk. Þátttakendur svöruðu nokkrum spurningum í lokin sem endurspegla viðhorf þeirra til meðferðarinnar. Almennt þótti þeim meðferðin mjög gagnleg og segjast flestir stefna á áframhaldandi hugleiðsluiðkun. Tilgátur rannsóknarinnar voru því studdar að hluta en frekari rannsókna er þörf í stærra úrtaki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anna Kristín.pdf | 259,72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |