Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15195
Vöxtur, fóðurnýting, atferli og súrefnisnotkun sandhverfuseiða, sem alin voru við
mismunandi ljóslotu, var borinn saman í tilraun sem stóð yfir í 11 mánuði. Fiskarnir voru
aldir við þrenns konar ljóslotur: Stöðugt ljós (LD24:0), langa dagsbirtu (LD16:8) og
ljóslotur þar sem fiskarnir voru fyrst aldir við langa dagsbirtu (LD16:8), síðan við stöðugt
ljós í fjóra mánuði og að lokum aftur við langa dagsbirtu (LD16:8). Hver meðferð var
prófuð í tveimur kerjum þar sem 25 einstaklingsmerktir fiskar voru í hverju keri. Þyngd
fiskanna var mæld í hverjum mánuði og fóðurtaka var skráð daglega. Þegar þyngd fiskanna
var mæld voru tekin blóðsýni úr 6 fiskum í hverjum meðferðarhópi til þess að mæla ýmsa
blóðþætti. Á meðan á tilrauninni stóð var fylgst með atferli fiskanna (hversu mikið þeir
hreyfðu sig) og súrefnisnotkunn seiðanna sem alin voru við mismunandi ljóslotur.
Niðurstöður verkefnisins sýna að ljóslota hefur marktæk áhrif á vöxt sandhverfu. Í lok
tilraunarinnar voru LD16:8 fiskarnir 30% stærri en þeir sem aldir voru við LD24:0. Hins
vegar var ekki marktækur munur á fóðurnýtingu milli hópanna. Það hægði á vexti fiska
sem færðir voru af LD16:8 á LD 24:0. Ljóslotan hafði lítil áhrif á blóðþætti. Ljóslotan
hafði marktæk áhrif á atferli fiskanna. Þeir sem aldir voru við LD24:0 voru meira á
hreyfingu og notuðu þar með meiri orku í sund en þeir sem voru á LD16:8. Hugsanlegt er
að þessi munur á hreyfingu hópanna hafi valdið því að þeir sem aldir voru á LD24:0 uxu
hægar en hinir. Niðurstöður um súrefnisnokun fiskanna gætu þó bent til hins gagnstæða,
því súrefnisnotkun fiska sem aldir voru við LD16:8 var meiri en hjá þeim sem voru við
LD24:0. Þess ber þó að geta að þegar súrefnisupptaka var mæld gátu fiskarnir lítið hreyft
sig og því er hugsanlegt að súrefnisupptaka fiska sem aldir voru við LD24:0 hafi verið
hærri í kerjunum þar sem þeir gátu hreyft sig að vild.
Megin niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að í sandhverfueldi ætti alltaf að gera ráð
fyrir myrkurtíma á hverri nóttu og forðast að ala fiskinn við stöðgut ljós. Þannig má ná
fram bestum vexti.
The growth, feed utilisation, activity and oxygen consumption in juvenile turbot
(Scophthalmus maximus) exposed to different photoperiods were studied over a period of
11 months, from January to December 2009. The fish were reared under three light
regimes: continuous light (LD24:0), extended photoperiod (LD16:8) and switched
photoperiod where fish were reared under extended photoperiod and switched to
continuous light for four months. For each treatment, the growth performance of 25
individually tagged fish in duplicate tanks was measured monthly and the daily feed intake
recorded. At the same time, blood samples were drawn from 6 fish per treatment for
measuring various physiological parameters. Another part of the study addressed the effect
of photoperiod on activity and oxygen consumption in turbot reared at these different
photoperiods.
Photoperiod had a significant effect on growth of juvenile turbot. At the end of the
experiment LD16:8 fish were 30% larger than LD24:0 fish, while feed utilisation was not
significantly different between groups. The physiological parameters remained stable,
suggesting that the fish adaptated well to the experimental conditions. The LD24:0 fish
were more active than the LD16:8 fish. The higher activity level and more energy spent on
swimming may have reduced growth rate of the LD24:0 fish compared with the LD16:8
fish. When measured in a respirometer, the oxygen consumption of the LD16:8 fish was
higher than that of the LD24:0 fish. However, the activity level of the fish in the
respirometer is limited and, therefore, may not reflect the oxygen consumption of the more
active fish in the rearing tanks. The main findings of this study suggest that a dark phase
should be included in the photoperiod treatment used during the juvenile stage of turbot to
achieve better growth rates.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
MSc thesis - S N Le Deuff 2.pdf | 1,32 MB | Open | Heildartexti | View/Open |