is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15197

Titill: 
  • Telomere-gallar á litningum í Fanconi anemia D1
Útdráttur: 
  • Fanconi anemia (FA) er víkjandi erfðasjúkdómur sem orsakast af stökkbreytingum í báðum samsætum einhverra FANC genanna 15. Genin eru öll hluti af Fanconi Anemia ferlinu sem tekur þátt í viðgerðum á DNA, einkum á krosstengslum. FA frumur eru ofurviðkvæmar fyrir krosstengjandi efnum og sýna mikinn litningaóstöðugleika. FA-D1 undirgerðin orsakast af stökkbreytingum í báðum samsætum BRCA2 gensins og hefur alvarlegustu svipgerðina af undirgerðunum 15. Helstu klínísku svipgerðareinkenni eru ýmsir fæðingargallar, café-au-leit flekkir og föst æxli sem koma fram snemma á lífsleiðinni. BRCA2 tekur þátt í endurröðunar-viðgerðum á tvíþátta DNA brotum og er litningaóstöðugleiki einkenni frumna og krabbameina sem hafa stökkbreytingar í BRCA2. Nýlega hefur áður óþekkt hlutverk BRCA2 við verndun telomera verið uppgötvað en verndun þeirra er nauðsynleg til að viðhalda stöðugleika í erfðamenginu. Í þessari rannsókn voru telomere-og litningabrenglanir í tveimur FA-D1 frumulínum, Nord og Span skoðaðar með FISH (fluorescence in situ hybridisation) aðferðinni. Þessar gerðir brenglana voru áberandi í báðum FA-D1 frumulínum en á ólíkan hátt. Gallar sem sáust voru tap á telomere-merkjum, litningaendar með mörgum telomere-merkjum, telomere-raðir innan litninga, telomere-raðir utan litninga, litningabrot með og án telomere-merkja og fjölþráðhafta litningar. Þrátt fyrir ólíka tíðni mismunandi galla í FA-D1 frumulínunum tveimur staðfesta niðurstöður rannsóknarinnar að BRCA2 gegnir mikilvægu hlutverki í viðhaldi á stöðugleika erfðamengisins, bæði í viðgerðum á tvíþátta DNA brotum og við verndun og viðhald telomera.

  • Útdráttur er á ensku

    Fanconi anemia (FA) is a recessive genetic disorder caused by biallelic mutations in one of the 15 FANC genes known to date. These genes are all involved in the Fanconi Anemia Pathway which participates in DNA repair, specifically in repairing interstrand DNA cross-links. FA cells are hypersensitive to cross-linking agents and show severe chromosomal instability. The FA-D1 subtype is caused by biallelic mutations in the BRCA2 gene and conveys the most severe phenotype of the 15 FA subtypes. The main clinical phenotypic traits include birth defects, café-au-leit spots and a high incidence of solid tumors in early childhood. BRCA2 participates in homologous recombination (HR) repair of DNA double strand breaks and chromosomal instability is a hallmark of BRCA2 mutated cells and tumors. Recently, a new role for BRCA2 has been demonstrated regarding telomere protection. Telomere integrity is essential for maintaining genome stability. In this study telomere-and chromosomal abnormalities were observed in two FA-D1 cell lines, Nord and Span, using the fluorescence in situ hybridisation (FISH) method. Both cell lines featured abundant telomere- and chromosome abnormalities but the frequency of specific abnormalities differed between cell lines. Observed abnormalities included telomere-signal loss, multiple telomeric signals, interstitial telomeric sequences, extrachromosomal telomeric repeats, chromosome breaks with and without telomere signals and multicentromeric chromosomes. Regardless of differences in the frequency of the observed abnormalities in the two FA-D1 cell lines, the results confirm that BRCA2 has an important role in maintaining genome stability, both in repairing DNA double strand breaks and in telomere maintainance and protection.

Samþykkt: 
  • 27.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15197


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birna Þorvaldsdóttir.pdf819.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna