is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15202

Titill: 
 • Faraldsfræði meiðsla hjá íslenskum karlkylfingum. Tengsl líkamsástands og sveiflutækni; áhrif á golftengd meiðsli
 • Titill er á ensku Golf Injuries, Flexibility and Swing Kinematics In Elite And Amateur Male Golfers.
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Golf er önnur fjölmennasta íþrótt sem stunduð er á Íslandi, en þó hafa engar faraldsfræðilegar athuganir verið gerðar á golftengdum meiðslum, eðli þeirra eða alvarleika hér á landi. Í sveifluþjálfun kylfinga er lögð áhersla á að hámarka snúning á bol um leið og snúningur mjaðma er lágmarkaður. Rannsóknir benda til að þessi aðferð auki högglengd en hafa ekki skýrt hvernig kylfingar ná þessu snúningshlutfalli, þ.e. hvernig liðleika í hreyfikeðjunni (mjaðmir, bak, axlir) er háttað og hvort tengsl eru við golftengd meiðsli. Markmið þessarar rannsóknar var því tvíþætt. 1. Að rannsaka tíðni og eðli golftengdra meiðsla meðal karlkylfinga með lág- og miðlungsforgjöf á Íslandi. 2. Að meta snúningsgetu í baki og mjöðmum og bera saman við bak- og mjaðmahreyfingar í golfsveiflunni og athuga hvort tengsl eru við golftengd meiðsli hjá kylfingum.
  Efni og aðferðir: Kylfingum var boðið að svara rafrænum spurningalista um golftengd meiðsli (hópur A; karlar með forgjöf <5 nA=200, hópur B; karlar með forgjöf 10-20 nB=200). Af þeim sem svöruðu var 80 boðin þátttaka í hreyfigreiningarþætti rannsóknar, þar sem liðferlar í bol voru mældir með liðmælum og hreyfingar í golfsveiflu voru skoðaðar með 8 myndavélum í þremur golfsveiflum með 5-6 járni. Visual3D hugbúnaður var notaður við útreikninga á snúningshreyfingum í bol og vinstri mjöðm.
  Niðurstöður: Svarhlutfall spurningalista var 40% (nA=77, nB=83). Meiðslahlutfall var 50,6%, óháð forgjöf, og meiðsli reyndust flest álagsmeiðsli en 12% vegna skyndilegs áverka. Meiðsli í mjóbaki voru algengust (56.8% meiddra) og ollu lengstri fjarveru frá íþróttinni. Í hreyfigreiningarþætti rannsóknar voru 57 kylfingar mældir og mældust meiddir kylfingar almennt með minni snúningsgetu í bol og þá sérstaklega til hægri í hópi B. Í golfsveiflunni hreyfðu kylfingar hlutfallslega meira í brjóstbaki en í mjóbaki í aftursveiflunni, en í framsveiflu sást meira jafnræði milli hrygghluta hvað hámarkshreyfiútslag varðar. Meiddir lágforgjafarkylfingar nýttu almennt minni bolsnúning í framsveiflu en ómeiddir. Fylgni var almennt nokkuð sterk milli útkomu tveggja ólíkra mæliaðferða á heildarsnúningi bols í golfsveiflu, þrátt fyrir marktækan mun milli þeirra.
  Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að golftengd meiðsli séu algeng meðal íslenskra karlkylfinga, óháð getustigi, og að mjóbaksmeiðsli séu þeirra algengust og áhrifamest. Niðurstöður benda til þess að meiðsli kylfinga tengist skertum liðleika og minnkuðum snúning í bol í golfsveiflu en frekari rannsóknir eru nauðsynlegar til að auka skilning á hreyfingum í golfsveiflunni og tengslum við meiðsli hjá kylfingum.

 • Útdráttur er á ensku

  Golf is a popular sport in Iceland but still no epidemiologic studies on golf related injuries in Iceland are available. Golfers try to maximise the rotation between upper torso and pelvis while performing their backswing, as studies have shown that this may increase their driving distance. How this rotation is obtained has, however, not been sufficiently explained, that is where this movement occurs in the spine, or if there are associations with injuries. The purpose of this study therefore was twofold; 1. To conduct an epidemiologic survey of golf related injuries among Icelandic male golfers with low- vs. middle-handicap. 2. To examine torso and hip flexibility and swing kinematics and determine associations with golf related injuries.
  Methods: Male golfers were invited to answer an online questionnaire about golf related injuries (group A; golfers with handicap <5 nA=200, group B; golfers with handicap 10-20 nB=200). Of those who responded 80 were invited to participate in the second part of the study where flexibility was measured with a goniometer and kinematics of the golf-swing were examined using an 8 camera system. Visual3D software calculated rotations in the torso and leading hip from 3 swings with a 5-6 iron.
  Results: Response rate from the online questionnaire was 40% (nA=77, nB=83). The overall injury rate was 50,6%. Injuries were mainly overuse in nature, with the lumbar spine most frequently injured and resulting in the longest absence from golf. In the second part of the study, 57 golfers were examined. Injured golfers generally demonstrated less torso rotation during flexibility measures than uninjured, in particular to the right in group B. Motion analysis demonstrated greater movement in the thoracic vs. lumbar spine during backswing as compared to follow-through where maximal rotations of the segments were similar. Injured golfers in group A showed on the average less rotation in follow-through compared with uninjured golfers. Despite significant difference in outcome, correlations were moderate to strong between maximal trunk rotation angles when measured with markers tracking the spine vs bilateral acromion.
  Conclusions: The results of this study indicate that golf related injuries are common and not associated with handicap. Injuries to the lumbar spine were most frequently reported and seem to affect the golfer the most. Results indicate that flexibility and maximum torso rotation during the golf-swing may be related to golf related injuries but further research is needed to understand the kinematics of the golf-swing and its association with injuries.

Samþykkt: 
 • 27.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15202


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MSritgerdALA2013.pdf3.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna