Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15205
Rannsóknir sýna að til þess að meiriháttar breytingar gangi eftir í skipulagsheildum þurfa starfsmenn að taka þátt í þeim og þeir verða að geta séð ávinninginn af breytingunum. Þegar skipulagsheildir standa frammi fyrir því að breyta stefnu sinni eða koma á meiriháttar breytingum sem ganga á móti hinni hefðbundnu menningu skipulagsheildarinnar þá fyrst standa menn frammi fyrir því hversu öflug hún er.
Í þessar ritgerð verður fjallað um hvernig skipulagsheildir fara í gegnum breytingar og hvaða áhrif þær hafa á starfsmenn og menningu þeirra. Einnig er farið í gegnum nokkur sjónarmið breytinga eins og hver þörfin er, viðbrögð starfsmanna og andstaða þeirra við breytingarnar. Mannlegi þátturinn skiptir höfuð máli og til að ná fram breytingum þarf að vinna vel með starfsmönnum. Fyrirtækjamenning er skoðuð vel og helstu flokkar hennar og mælitæki talin upp. Farið er yfir helstu kenningar í breytingastjórnun og hvernig þær nýtast skipulagsheildum sem fara í gegnum breytingar.
Með rannsókninni var leitast við að skoða hvort fyrirtækjamenning hafi áhrif á þátttöku starfsmanna til breytinga sem felast í að sameina og samþætta starfsemi tveggja deilda. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem unnið var með rýnihópa, einn úr hvorri deild. Í þeirri vinnu var leitast við að ná fram viðhorfi starfsmanna til menningarinnar sem er ríkjandi í báðum deildum og viðhorfi þeirra til breytinganna. Farið var yfir hvað mætti gera betur og hvað hefði verið gert vel.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að það skiptir máli fyrir starfsmenn að skilja tilgang breytinganna og mikilvægt er fyrir stjórnendur að notast við þekkingu og reynslu starfsfólksins í breytingaferlinu. Skýrt hlutverk, hæfni og þekking þarf að vera til staðar til að geta tekist á við nýtt hlutverk. Niðurstöður gáfu líka til kynna að þær aðferðir sem notaðar voru við breytingarferlið samræmast kenningum og breytingarlíkönum fræðimanna á sviði breytingarstjórnunar. Ágætlega hefur verið staðið að breytingunum þó alltaf megi gera betur. Mikilvægt er að halda starfsmönnum vel upplýstum, leyfa þeim að taka þátt í breytingunum og breyta ekki bara breytinganna vegna.
Lykilorð: Breytingar, fyrirtækjamenning, mannauðsstjórnun, Isavia, starfsmenn.
Studies show that when organizations go through major changes it requires employees to join them, and they need to be able to see the benefits of these changes. When organizations come across a major change that goes against the traditional culture of the organization, they can really see how powerful the culture can be.
This essay will examine how organizations go through changes, and what impact it has on employees and their culture. Several perspectives concerning changes are examined e.g. the need for changes, the response of the personnel, and opposition to the changes. The human element is essential and for changes to succeed it is important to work closely with the employees. Corporate
culture is examined and its major categories and instruments listed. The main theories of change are analysed and how they benefit organizations that go through changes.
The study examined whether corporate culture affects employee participation in change inherent in the merger, and integration of the functions of two departments. Qualitative research method was used, where one focus group from each department were put together. The aim was to achieve an opinion from the employees about the culture that is prevalent in both departments, and
their attitude to the change. Things that were well done were reviewed, and also what could be improved.
The study results showed that it is important for employees to understand the purpose of the change, and it is important for managers to use the knowledge and experience from staff members in the change process. Clear roles, skills, and knowledge have to be in place to deal with the new role and tasks the employees are facing. Results also gave the impression that the methods used
to change the process complies with the theory and change models that scholars in the field of change management have put forward. The change process has gone quite well, however, there are things that the company can improve. It is important to keep employees well informed and allow them to be involved in all changes, and not only make changes for the sake of changes.
Keywords: Changes, coporate culture, human resource management, Isavia, employees.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BSC_SóleyRagnarsdottir_HA080104__lok_30_12_2012.pdf | 999,31 kB | Locked Until...2030/05/01 | Heildartexti |