is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1521

Titill: 
 • Áhrif umgjarðar á árangur úrvalsdeildarliða kvennaknattspyrnu árið 2007
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kvennaknattspyrna á Íslandi hefur eflst á undanförnum árum og góður árangur A-landsliðs kvenna á síðasta ári er gott dæmi um þennan árangur. Gengi knattspyrnuliða í efstu deild kvenna hér á landi hefur einnig vakið athygli þar sem umræðan hefur einnig beinst að miklum getumun liða í úrvaldeild. Þessi munur hefur leitt af sér að deildin hefur verið frekar ójöfn. Tilgangur þessarar rannsóknar var að skoða hvort þættir væru í umgjörð sem gætu valdið þessum mun og skoða hverjir það gætu verið ef einhverjir. Útgangspunkturinn í rannsókninni var að skoða hvort umgjörð hefur áhrif á árangur.
  Þátttakendur í rannsókninni voru samtals 45 einstaklingar úr öllum níu úrvalsdeildar-liðum kvenna í knattspyrnu. Þátttakendur voru leikmenn, þjálfarar og formenn meistaraflokks-ráða kvenna. Notast var við spurningalista og viðtöl við öflun ganga.
  Niðurstöðurnar leiddu í ljós að það er munur á umgjörð liðanna í úrvalsdeildinni og að umgjörð hefur áhrif á árangur. Þessi munur kemur þó ekki fram í öllum þáttum umgjarðar sem skoðaðir voru. Í ljós kom að stjórn og æfingaaðstaða skiptir minnstu máli fyrir árangur en þættir eins og starfslið, þjálfari og leikmannahópur skipta mestu máli. Ekki kemur fram marktækur munur á mati þátttakenda á umgjörð þegar liðin eru skoðuð eftir sætaröð.
  Niðurstöðurnar á mati þátttakenda á umgjörð eru athyglisverðar þar sem fram kemur í rannsókninni að munur er á umgjörð liðanna eftir sætaröð. Liðin í efri hluta deildarinnar voru með betri umgjörð en liðin í neðri hlutanum. Niðurstöðurnar gefa þó í skyn að umgjörð hefur áhrif á árangur og því sé mikilvægt fyrir lið að huga að þáttum í umhverfi sínu til að ná sem bestum árangri.
  Lykilorð: Kvennaknattspyrna, árangur, umgjörð.

Athugasemdir: 
 • Íþróttabraut
Samþykkt: 
 • 27.6.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1521


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(Microsoft Word - fors.pdf70.14 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
(Microsoft Word - meginm.pdf698.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna