is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15215

Titill: 
 • Lögreglumenn og starfsumhverfi þeirra : upplifun, ánægja og vellíðan
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Starf og starfsumhverfi lögreglumanna á Íslandi hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár, bæði vegna löggæslustarfa þeirra við Alþingishúsið í búsáhaldabyltingunni í kjölfari hrunsins og vegna vaxandi og harðnandi átaka í samfélaginu. Þekkt er að starfsumhverfi hefur mikil áhrif á ánægju og vellíðan í starfi. Engin íslensk rannsókn hefur kannað upplifun lögreglumanna á starfsumhverfi sínu, en slík rannsókn getur varpað ljósi á ánægju þeirra og líðan. Vitað er að slæmt starfsumhverfi dregur úr skilvirkni og mætingum og hefur neikvæð áhrif á heilsu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun lögreglumanna á Íslandi af starfsumhverfi sínu, ánægju og vellíðan í vinnunni. Til að leiða rannsóknina voru settar fram tvær spurningar: (1) Hvernig upplifa lögreglumenn starf sitt og starfsumhverfi? (2) Hvaða umhverfisþættir ýta undir ánægju og vellíðan lögreglumanna í starfi og hvaða þættir draga úr? Til að svara þessum spurningum var notað eigindlegt rannsóknarsnið þar sem gagna var aflað með hálfbundnum viðtölum. Viðtalsramminn sem var notaður er hluti matstækisins Mat á starfsumhverfi (e. Work Environment Impact Scale (WEIS)). WEIS hefur samspil umhverfis og einstaklings í brennidepli og er ætlað að meta hvernig einstaklingurinn sjálfur upplifir starfsumhverfi sitt og þá um leið áhrif þess á ánægju og vellíðan hans í starfi. Þátttakenda var aflað með snjóboltaúrtaki, en þeir voru ellefu lögreglumenn á aldrinum 25-48 ára, þrjár konur og átta karlar sem höfðu a.m.k fimm ára starfsreynslu. Þau störfuðu við þrjú lögregluumdæmi á landinu, á jafnmörgum en misstórum lögreglustöðvum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í heildina upplifa lögreglumenn að umhverfið ýti undir ánægju og vellíðan í starfi. Helst er það frjálsræðið sem felst í starfinu og það frumkvæði sem starfið kallar eftir sem hafa mikil áhrif á starfsánægju og vellíðan. Niðurskurðurinn sem hefur verið í samfélaginu frá 2008 hefur haft alvarleg neikvæð áhrif á starfsumhverfi lögreglumanna, því vaktir eru undirmannaðar og dregið hefur úr aðgengi að búnaði. Þetta veldur óöryggi hjá sumum lögreglumönnum sérstaklega þó við tilgreindar aðstæður í starfinu. Einnig hefur dregið úr frumkvæðisvinnu, en sú vinna er skilgreind sem mikilvægur liður í lögreglustarfinu og er hluti af því að tryggja öryggi borgaranna.
  Lykilhugtök: Lögreglumenn á Íslandi, starfsumhverfi, starfsánægja, vellíðan.

 • Útdráttur er á ensku

  The work environment of policemen in Iceland has been in the spotlight the past few years. Some of the attention that the police has earned is due to the work of law enforcement around the parliament when the economic crisis hit the nation and the effect it had in the following months in the year 2008. The police also attracted attention because of the growth in crime rates and brutality at the same time as less money was spent on the police force. Work working environment has an impact on employee´s well-being, thus bad working conditions can decrease efficiency and attendance and negatively affect health, satisfaction and well-being. No Icelandic study has been done to show how Icelandic police officers experience their working environment. The purpose of this study was to explore the experience of the Icelandic police officers of their work environment, satisfaction and well-being at work. Two research questions were posed: (1) How do policemen experience their work and work environment? (2) What environmental factors increase or decrease the policemen’s satisfaction and well-being at work? To answer these questions a qualitative approach was applied where data was collected through semi structured interviews guided by open ended questions from the Work Environment Impact Scale (WEIS). WEIS’s purpose is to assess how individuals experience their work environment and how it affects their satisfaction and well-being. The participants of this study were recruited by snowball sampling, eleven police officers, three women and eight men, in the age range of 25-48 years old. All had worked as police officers for at least five years in diverse parts of the country within police stations that were different in size. The main results revealed that policemen mainly experience their work and work environment positively. They found their job valuable and important, which brought them satisfaction and well-being. The freedom they experienced at their work and the initiative the job requires are parts of the work environment that pleases them. The cutback in economy from 2008 has affected their working environment seriously. Too few policemen are now working at each shift and equipment is reduced. This causes insecurity with some policemen, especially in dangerous situations. Initiative has also diminished, though this is defined as an important part of their job description and is part of securing the citizens safety
  Key concepts: Police officers, work environment, job satisfaction and well-being.

Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerðin Til GP 2.pdf739.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna