is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15216

Titill: 
 • Líf og líðan aðstandenda fólks með geðræn veikindi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvaða áhrif geðræn veikindi fjölskyldumeðlims hafa á daglegt líf og líðan annarra í fjölskyldunni og varpa ljósi á hvernig geðheilbrigðiskerfið mætir aðstandendum fólks með geðræna sjúkdóma. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: a) Hvað einkennir daglegt líf og líðan aðstandenda fólks með geðræna sjúkdóma? og b) Hver er upplifun og reynsla aðstandenda af geðheilbrigðiskerfinu? Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og gagna aflað með viðtölum við níu einstaklinga sem áttu það sameiginlegt að eiga uppkomin börn með geðræn veikindi, sem þeir höfðu fylgt eftir frá barnsaldri. Í viðtölunum var stuðst við opinn, óstaðlaðan viðtalsramma. Viðtölin voru afrituð orðrétt og textinn kóðaður og greindur í þemu. Fjögur meginþemu urðu til: Eigið líf og líðan, Opinbera þjónustukerfið, Þátttaka í grasrótarsamtökum og Framtíðarvonir. Aðstandendur fundu fyrir miklu álagi, vegna veikinda ættingja sinna sem gat leitt til þess að fólk einangraðist félagslega og hafði minni tíma og orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi. Viðhorf þátttakenda til opinbera þjónustukerfisins var mismunandi en flestir voru sammála um að of fá úrræði væru í boði og of mikil áhersla væri lögð á notkun geðlyfja í stað langtíma endurhæfingar. Nauðsynlegt væri að fjölga búsetuúrræðum fyrir fólk með geðraskanir og efla þá til þátttöku í samfélaginu. Aðstandendur höfðu allir reynslu af þátttöku í grasrótarsamtökum, þar sem þeir fengu faglega handleiðslu og jafningjastuðning sem reyndist þeim mjög mikilvægur. Þar gátu þeir sótt ráð til fólks sem þekkti aðstæður þeirra, jafnframt því sem þeir gátu lagt sitt af mörkum þegar þeir höfðu náð betri tökum á kringumstæðunum. Framtíðarvonir þátttakenda snérust m.a. um að hugarfarsbreyting ætti sér stað í samfélaginu, þannig að hætt yrði að einblína á þá stimplun sem geðgreining hefur í för með sér. Þeir vildu leggja áherslu á einstaklingsmiðaðar lausnir og að horft væri á manneskjuna á bak við sjúkdóminn.
  Lykilhugtök: Geðræn veikindi, geðheilbrigðisþjónusta, aðstandendur.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to explore the effect of a mental illness of an individual on daily life and wellbeing of his family and how the mental health system is meeting the relatives ́ needs. The following research questions were asked: A) "How is a mental illness of an individual affecting the daily life and wellbeing of his relatives?" and B) "What are the relatives ́ experiences of the mental health system?" A qualitative research design was applied and data gathered by interviewing nine individuals who all had grown-up children suffering from mental illness. An open, non-standardized interview guide was used. The interviews were transcribed and the text coded and analyzed thematically. Four main themes emerged: Own life and wellbeing, Public service system, Participation in user organizations and Hopes for the future. The participants experienced quite a lot of stress in relation to their relative ́s illness that could lead to social isolation and less time and energy being available to care for other family members. Their attitude towards the public healthcare system varied, but generally they thought that too few resources were available for people with mental illness and too much emphasis placed on medication instead of long-term rehabilitation. Furthermore, the availability of different living arrangements for mental health clients needed to be increased as well as implementation of active strategies to enable their participation in society. All the parents had participated in user organizations where they received professional guidance and support from other people with similar problems. Advice from people who could relate to and understand their situation was helpful and they also appreciated to be able to make some contributions themselves once they had gained sufficient control over their own circumstances. The participant´s hopes for the future concentrated on changing the general attitudes towards mental health issues in society. Emphasis should be placed on individualized solutions focusing on the person behind the disease.
  Keywords: Mental illness, mental health service, relatives

Samþykkt: 
 • 28.5.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15216


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna